Bjargaði lífi vinkonu sinnar. "Þau voru mjög heppin" Hrund Þórsdóttir skrifar 8. janúar 2014 20:00 Eldur kom upp í íbúð við Mávabraut í Reykjanesbæ um klukkan níu í gær. Pari á miðjum aldri var bjargað út og varð ekki alvarlega meint af. Þau voru fyrst flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en síðan Landspítala háskólasjúkrahús og þaðan höfðu þau verið útskrifuð í morgun. Eldurinn kom upp í gærkvöldi en þegar fréttamaður Stöðvar 2 fór á staðinn í dag var brunalyktin ennþá mjög sterk. Glerbrot voru um allt, eftir rúðuna sem var brotin til að bjarga fólkinu út og ef stofugluggar voru skoðaðir sást hvernig þeir voru sprungnir að innan sem gefur hugmynd um þann gríðarlega hita sem myndaðist í íbúðinni. Þetta má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Þegar eldurinn kom upp var fólkið lagst til svefns og sem betur fer hafði það lokað hurð svefnherbergisins, því eldurinn blossaði upp í stofunni. Bryndís Sigurðardóttir, nágranni og æskuvinkona konunnar sem bjargað var, varð vör við brunalykt. „Ég rýk út á veröndina hjá okkur, sé rosalegt reykjarkóf og heyri þau banka og berja og hrópa á hjálp. Ég rýk inn, fer í símann til að hringja eftir aðstoð og maðurinn minn stekkur yfir til þeirra. Hann prófar fyrst að henda stól í gluggann en það gekk ekki og þá greip hann strákúst og náði að brjóta rúðuna og hjálpa Ósk út. Svo komu slökkvilið og lögreglumaður að og hjálpuðu Geira út,“ segir Bryndís. „Þegar ég kem á staðinn berst mikill reykur út úr andyrinu og greinilegt að það var mikill hiti þarna. Reykurinn sem barst út var svartur,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja. Sigurður kallaði inn í húsið. Engin svör bárust en tvennt var sagt í húsinu og fóru reykkafarar inn. Þegar fólkinu hafði verið bjargað var það svart í framan og Sigurður segir greinilegt að það hafi andað að sér reyk. Hann og Bryndís eru sammála um að mjög tæpt hafi staðið enda komst fólkið ekki út af sjálfsdáðum. Hvernig líður þér sjálfri eftir þetta? „Ég get ekki hugsað mér, hvernig þetta hefði getað endað. Ég hef ekki leyft mér að hugsa það,“ segir Bryndís og beygir af. „Vegsummerkin á íbúðinni eftir að eldurinn hafði verið slökktur segja okkur að það er alveg greinilegt að þau voru mjög heppin. Íbúðin er mjög illa farin,“ segir Sigurður. Hann minnir á mikilvægi reykskynjara sem reglulega bjargi mannslífum. Ósk Sigmundsdóttir, sem bjargað var úr íbúðinni, treysti sér ekki í viðtal við Stöð 2 í dag. 15 ára köttur hennar dó í eldsvoðanum og hún kveðst þreytt og illa á sig komin. Fyrst og fremst er hún þó þakklát fyrir að vera á lífi. Tengdar fréttir Íbúar hússins sem brann útskrifaðir af slysadeild Karlmaður og kona, sem var bjargað úr brennandi raðhúsi í Reykjanesbæ í gærkvöldi, voru útskrifuð af slysadeild Landsspítalans að lokinni skoðun í nótt , þar sem þeim hafði ekki orðið meint af reyk og ekki hlotið brunasár. 8. janúar 2014 07:13 Eldsvoði í Reykjanesbæ: "Get ekki hugsað mér hvernig þetta hefði getað endað" Tveimur var bjargað út um glugga á síðustu stundu þegar eldur kom upp í íbúð í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Nágranni og æskuvinkona sem kom fólkinu til bjargar kveðst ekki geta hugsað til enda hvernig hefði getað farið. 8. janúar 2014 15:45 Mátti ekki tæpara standa í bruna í Keflavík Nágranni manns og konu sem var bjargað á síðsutu stundu úr brennandi raðhúsi í Reykjanesbæ í gærkvöldi, segir að tæpara hafi varla mátt standa. Parið var útskrifað af slysadeild Landspítalans að lokinni skoðun í nótt. 8. janúar 2014 13:07 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Eldur kom upp í íbúð við Mávabraut í Reykjanesbæ um klukkan níu í gær. Pari á miðjum aldri var bjargað út og varð ekki alvarlega meint af. Þau voru fyrst flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en síðan Landspítala háskólasjúkrahús og þaðan höfðu þau verið útskrifuð í morgun. Eldurinn kom upp í gærkvöldi en þegar fréttamaður Stöðvar 2 fór á staðinn í dag var brunalyktin ennþá mjög sterk. Glerbrot voru um allt, eftir rúðuna sem var brotin til að bjarga fólkinu út og ef stofugluggar voru skoðaðir sást hvernig þeir voru sprungnir að innan sem gefur hugmynd um þann gríðarlega hita sem myndaðist í íbúðinni. Þetta má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Þegar eldurinn kom upp var fólkið lagst til svefns og sem betur fer hafði það lokað hurð svefnherbergisins, því eldurinn blossaði upp í stofunni. Bryndís Sigurðardóttir, nágranni og æskuvinkona konunnar sem bjargað var, varð vör við brunalykt. „Ég rýk út á veröndina hjá okkur, sé rosalegt reykjarkóf og heyri þau banka og berja og hrópa á hjálp. Ég rýk inn, fer í símann til að hringja eftir aðstoð og maðurinn minn stekkur yfir til þeirra. Hann prófar fyrst að henda stól í gluggann en það gekk ekki og þá greip hann strákúst og náði að brjóta rúðuna og hjálpa Ósk út. Svo komu slökkvilið og lögreglumaður að og hjálpuðu Geira út,“ segir Bryndís. „Þegar ég kem á staðinn berst mikill reykur út úr andyrinu og greinilegt að það var mikill hiti þarna. Reykurinn sem barst út var svartur,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja. Sigurður kallaði inn í húsið. Engin svör bárust en tvennt var sagt í húsinu og fóru reykkafarar inn. Þegar fólkinu hafði verið bjargað var það svart í framan og Sigurður segir greinilegt að það hafi andað að sér reyk. Hann og Bryndís eru sammála um að mjög tæpt hafi staðið enda komst fólkið ekki út af sjálfsdáðum. Hvernig líður þér sjálfri eftir þetta? „Ég get ekki hugsað mér, hvernig þetta hefði getað endað. Ég hef ekki leyft mér að hugsa það,“ segir Bryndís og beygir af. „Vegsummerkin á íbúðinni eftir að eldurinn hafði verið slökktur segja okkur að það er alveg greinilegt að þau voru mjög heppin. Íbúðin er mjög illa farin,“ segir Sigurður. Hann minnir á mikilvægi reykskynjara sem reglulega bjargi mannslífum. Ósk Sigmundsdóttir, sem bjargað var úr íbúðinni, treysti sér ekki í viðtal við Stöð 2 í dag. 15 ára köttur hennar dó í eldsvoðanum og hún kveðst þreytt og illa á sig komin. Fyrst og fremst er hún þó þakklát fyrir að vera á lífi.
Tengdar fréttir Íbúar hússins sem brann útskrifaðir af slysadeild Karlmaður og kona, sem var bjargað úr brennandi raðhúsi í Reykjanesbæ í gærkvöldi, voru útskrifuð af slysadeild Landsspítalans að lokinni skoðun í nótt , þar sem þeim hafði ekki orðið meint af reyk og ekki hlotið brunasár. 8. janúar 2014 07:13 Eldsvoði í Reykjanesbæ: "Get ekki hugsað mér hvernig þetta hefði getað endað" Tveimur var bjargað út um glugga á síðustu stundu þegar eldur kom upp í íbúð í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Nágranni og æskuvinkona sem kom fólkinu til bjargar kveðst ekki geta hugsað til enda hvernig hefði getað farið. 8. janúar 2014 15:45 Mátti ekki tæpara standa í bruna í Keflavík Nágranni manns og konu sem var bjargað á síðsutu stundu úr brennandi raðhúsi í Reykjanesbæ í gærkvöldi, segir að tæpara hafi varla mátt standa. Parið var útskrifað af slysadeild Landspítalans að lokinni skoðun í nótt. 8. janúar 2014 13:07 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Íbúar hússins sem brann útskrifaðir af slysadeild Karlmaður og kona, sem var bjargað úr brennandi raðhúsi í Reykjanesbæ í gærkvöldi, voru útskrifuð af slysadeild Landsspítalans að lokinni skoðun í nótt , þar sem þeim hafði ekki orðið meint af reyk og ekki hlotið brunasár. 8. janúar 2014 07:13
Eldsvoði í Reykjanesbæ: "Get ekki hugsað mér hvernig þetta hefði getað endað" Tveimur var bjargað út um glugga á síðustu stundu þegar eldur kom upp í íbúð í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Nágranni og æskuvinkona sem kom fólkinu til bjargar kveðst ekki geta hugsað til enda hvernig hefði getað farið. 8. janúar 2014 15:45
Mátti ekki tæpara standa í bruna í Keflavík Nágranni manns og konu sem var bjargað á síðsutu stundu úr brennandi raðhúsi í Reykjanesbæ í gærkvöldi, segir að tæpara hafi varla mátt standa. Parið var útskrifað af slysadeild Landspítalans að lokinni skoðun í nótt. 8. janúar 2014 13:07