Innlent

Unglingspiltar í sjálfheldu á Ingólfsfjalli

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Búið er að koma einum dreng í línu og björgunarsveitarmenn eru á leið með hann niður.
Búið er að koma einum dreng í línu og björgunarsveitarmenn eru á leið með hann niður. mynd/ÓKÁ
Þrír 15 ára drengir lentu í sjálfheldu á Ingólfsfjalli nú síðdegis. Fjallabjörgunarhópar frá Selfossi og Hveragerði eru mættir á staðinn og þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út. Drengirnir eru illa klæddir og þeim er orðið kalt.

„Þetta er línuvinna og hún gengur ágætlega en þetta er töluvert maus,“ segir Ólöf Snæhólm, upplýsinga- og kynningafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. „Það er búið að koma fyrsta drengnum í línu og þeir eru á leið með hann niður. Um 30 björgunarsveitarmenn eru á svæðinu."

Með drengjunum þremur í för var fjórði drengurinn en sá var neðar í fjallinu og komst sjálfur niður. Einnig var hundur með þeim og búið er að koma honum niður.

Uppfært: Búið er að ná drengjunum niður. Aðeins sérhæft fjallabjörgunarfólk var sent upp á fjallið eftir þeim.

 

 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×