Fleiri fréttir

Eyðilögðu 200 milljón ára gamla bergmyndun

Þrír menn gætu átt yfir höfði sér ákæru eftir að þeir eyðilögðu 200 milljón ára bergmyndun í þjóðgarði í Utah, í Bandaríkjunum. Í þjóðgarðinum Goblin Valley er mikið um bergmyndun sem myndaðist á Júra-tímabilinu.

Verða að gifta samkynhneigða

Stjórnlagadómstóll í Frakklandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að embætismenn geti ekki neitað að gefa saman fólk af sama kyni.

Listamenn verja hagsmuni þeirra sem níðast á þeim

„Listamenn virðast vera orðnir svo vanir því að láta taka sig ósmurt í afturendann af nú úreldum og gagnslausum milliliðum að listamenn eru farnir að verja sömu hagsmuni og hafa alltaf tekið bróðurpartinn af vinnu þeirra,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata í svari sínu við grein Bubba Morthens.

Starfsgreinasambandið krefur ríkisstjórnina um efndir

Þing Starfsgreinasambandsins sem lauk á Akureyri í dag leggur áherslu á að í komandi kjarasamningum verði ríkisstjórnin krafin um efndir á fyrirheitum sem gefin voru í kosningabaráttunni sl. vor og bæta eiga hag heimilanna.

Utanríkisráðherra fær það óþvegið

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er ekki hátt skrifaður í bókum Margrétar Tryggvadóttir, fyrrverandi alþingiskonu, sem sendir honum kaldar kveðjur í nýjum pistli.

Vilja endurskoða fjölda trúarfrídaga

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir frídaga of marga nú þegar, við séum með verulegt magn af trúarfrídögum, á sama tíma og við búum við trúfrelsi.

Fangar komnir á undan í nettækninni

Aðgengi fanga að tölvum og neti verður takmarkað verulega vegna misnotkunar fanga á þeim kosti. Tölvur hafa verið gerðar upptækar auk netpunga en Margrét Frímannsdóttir segir tæknina alltaf vera komna á undan þeim.

„Algjörlega ábyrgðarlaust“

Júlíus Vífill Ingvarsson segir meirihlutann nota afgreiðslu á stækkun flugstjórnarmiðstöðvar til að semja við ríkið um framtíð flugvallarins.

Pólitísk samstaða um breytingar á frídögum

Björt framtíð hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um breytingar á frídögum þar sem frídagar í miðri viku færast að helgum og sumir frídagar sem lenda á helgum verða mánudaginn eftir.

Lasergeisla beint að flugvél

Tvær tilkynningar bárust lögreglu nýverið um að grænum lasergeisla hefði verið beint að fólki.

Tekinn með 3 kíló af amfetamíni

Karlmaður á þrítugsaldri situr nú í gæsluvarðhaldi eftir að hafa reynt að smygla miklu magni af amfetamíni til landsins.

Blómstrandi rós á Digranesheiði

"Það undrast þetta allir sem koma hérna að sjá blómin í fullum skrúða,“ segir Pálmi Sveinsson í Digranesheiði 33 í Kópavogi þar sem rós er nú blómstrandi þótt komið sé fram yfir miðjan október.

12 ára ofurhetja skaut skólabörnum skelk í bringu

"Ég vildi ekki að mitt fólk væri að vasast í þessu, ef um væri að ræða vopnaðan mann eins og frést hafði, því hringdi ég á lögregluna,“ segir Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri í Háaleitisskóla.

Gróðureldar geisa í Ástralíu

Miklar skemmdir hafa orðið í Ástralíu síðustu daga vegna gróðurelda, sem geisa á nærri hundrað stöðum þar í landi.

Jólageitin mætt til leiks

Sænska jólagetin er komin upp við Ikea en geitin er rúmlega sex metra há og prýdd mörg þúsund ljósum, sem lýsa upp skammdegið í aðdraganda jólanna, að því er segir í tilkynningu.

Gordon Ramsey njósnar um unglingsdóttur sína

Sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay segir að hann fylgist með 15 ára dóttur sinni, Megan, í herbergi hennar með hjálp falinnar myndvélar, sem hann lét son sinn koma fyrir í herberginu hennar.

Tuttugu beislum stolið í Keflavík

Brotist var inn í hesthús á Mánagrund í Keflavík í gærdag. Þar hafði hurð verið spennt upp með kúbeini eða sporjárni, að því er virtist, og sá eða þeir sem þar voru að verki komist inn með þeim hætti.

Ökumenn undir áhrifum fíkniefna

Ökumaður var handtekinn á Suðurnesjum í gær vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu að hann hafði neytt kannabisefna, amfetamíns og metamfetamíns.

Tók myndir upp undir pils kvenna

Tuttugu og átta ára gamall lögreglumaður sem starfaði um borð í flugvél Soutwest flugfélagsins var handtekinn í gær fyrir að taka myndir upp undir pils farþega.

Íslendingar sagðir stela mest af hugbúnaði miðað við höfðatölu

Bubbi Morthens segir í grein sinni í dag að það kosti hann tvær til fimm milljónir að gera plötu á Íslandi. Hvert selt eintak skipti því máli. "Það er auðvelt fyrir svo marga að réttlæta að það sé í lagi að hala niður ólöglega. Þú þarft aldrei að horfa í augun á þeim þú ert að ræna.“

Bannað að spotta eða smána transfólk

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum þar sem er gert refsivert að hæðast að transfólki.

Þúsundir nýta sér gjaldfrjálsar viðgerðir

Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt 140 milljónir króna með nær 5 þúsund börnum sem nýtt hafa sér gjaldfrjálsar tannlækningar. Innleiðing nýs kerfis í áföngum.

Eiturlyfjaprang við framhaldsskóla

Sextán ára gamall unglingur var í gær gripinn fyrir utan veitingastað þar sem framhaldsskóli einn hélt ball með fíkniefni í sölueiningum á sér.

Teflt fyrir geðið

Helgi Ólafsson stórmeistari sigraði á Alþjóða geðheilbrigðismótinu.

Sitji ekki eins og búálfar á gulli

"Ég tel, eftir að hafa kynnt mér forsögu málsins, það vera nokkuð ljóst að ríkisvaldið skuldar bókstaflega 12 til 13 milljónir inn í þetta verkefni,“ sagði Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, sem á mánudag keypti reiðhöllina á Iðavöllum á nauðungaruppboði.

Vanþakklátur köttur

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur en þar hafði köttur fest sig upp í tré.

Forvarnir muni líða fyrir niðurskurðinn

Forvarnafulltrúi segir að fyrirhugaður niðurskurður til framhaldsskólanna muni óhjákvæmilega koma niður á forvarnastarfi skólanna. Starfið sé þegar takmarkað vegna fjársveltis. Hann sér þó leið til þess að draga verulega úr áfengisdrykkju.

Rekstrarfélag Kringlunnar bregst við athugasemdum

Kringlan hefur boðað breytingar og endurskoðun á regluverki eftir að Samkeppniseftirlitið benti á að ákvæði í félagasamþykktum og reglum Kringlunnar gætu falið í sér brot gegn ákvæðum samkeppnislaga.

Sjá næstu 50 fréttir