Löður með Rain-X á allan bílinn Finnur Thorlacius skrifar 18. október 2013 10:15 Svampburstastöð Löðurs á Fiskislóð 29 Miklar endurbætur hafa verið gerðar á svampburstastöð Löðurs á Fiskislóð 29 þar sem nýr hugbúnaður hefur verið tekinn í notkun auk þess sem boðið er upp á þá nýjung að yfirborðshylja allan bílinn með Rain-X.,,Við setjum á Rain-X á allan bílinn en þetta efni er vel þekkt um allan heim og býður upp fullkomna yfirborðsvörn á bílinn. Það gefur okkur sérstöðu að við yfirborðshyljum allan bílinn með Rain-X en ekki bara framrúðuna eins og alla jafna tíðkast,“ segir Páll Magnússon, rekstrar- og tæknistjóri á Löðri.,,Við tókum svampburstastöðina alveg í gegn og fengum nýjan og afar fullkomin tölvuhugbúnað sem er sá nýjasti í geiranum og hefur verið m.a. settur upp hjá Audi í Þýskalandi. Þetta er raunar ný stjórnstöð sem gerir alla vinnsluna á þessum 55 metra löngu þvottabraut öruggari og skilvirkari. Þvotturinn fer fram af mikilli nákvæmni. Við önnum einnig fleiri bílum sem þýðir að það dregur úr biðtíma viðskiptavina á háannatímum. Við erum stoltir af stöðinni og vörunum sem við erum að bjóða,“segir Páll og bætir við að boðið sé upp á dekkjasvertu sem er einnig nýjung og auk þess ný efni. Löður býður einnig upp á Rain-X á allan bílinn á snertilausu þvottastöðvum fyrirtækisins á Fiskislóð 29 og Grjóthálsi 8. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent
Miklar endurbætur hafa verið gerðar á svampburstastöð Löðurs á Fiskislóð 29 þar sem nýr hugbúnaður hefur verið tekinn í notkun auk þess sem boðið er upp á þá nýjung að yfirborðshylja allan bílinn með Rain-X.,,Við setjum á Rain-X á allan bílinn en þetta efni er vel þekkt um allan heim og býður upp fullkomna yfirborðsvörn á bílinn. Það gefur okkur sérstöðu að við yfirborðshyljum allan bílinn með Rain-X en ekki bara framrúðuna eins og alla jafna tíðkast,“ segir Páll Magnússon, rekstrar- og tæknistjóri á Löðri.,,Við tókum svampburstastöðina alveg í gegn og fengum nýjan og afar fullkomin tölvuhugbúnað sem er sá nýjasti í geiranum og hefur verið m.a. settur upp hjá Audi í Þýskalandi. Þetta er raunar ný stjórnstöð sem gerir alla vinnsluna á þessum 55 metra löngu þvottabraut öruggari og skilvirkari. Þvotturinn fer fram af mikilli nákvæmni. Við önnum einnig fleiri bílum sem þýðir að það dregur úr biðtíma viðskiptavina á háannatímum. Við erum stoltir af stöðinni og vörunum sem við erum að bjóða,“segir Páll og bætir við að boðið sé upp á dekkjasvertu sem er einnig nýjung og auk þess ný efni. Löður býður einnig upp á Rain-X á allan bílinn á snertilausu þvottastöðvum fyrirtækisins á Fiskislóð 29 og Grjóthálsi 8.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent