Selur aleiguna til að ganga á heimstindana sjö - "Dauðir hlutir skipta engu máli“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 18. október 2013 14:45 "Ég ætla að selja allt dótið sem skiptir mig engu máli. Dauða hluti eins og húsgögn, fatnað og gamalt lagerdót.“ mynd/365 Þorsteinn Jakobsson göngugarpur ætlar að ganga á heimstindana sjö, hann leggur af stað til Argentínu þar sem heimsálfutindur Suður-Ameríku, Aconcagua er, 7. janúar á næsta ári. Þorsteinn er langelsti íslendingurinn til að gera þetta, en hann er 56 ára gamall. Til þess að fjármagna ferðina ætlar Þorsteinn að selja allt dótið sitt. „Ég ætla að selja allt dótið sem skiptir mig engu máli. Dauða hluti eins og húsgögn, fatnað og gamalt lagerdót. Ég er að starta sölunni og hún mun fara fram á netinu, til dæmis á Blandi.“ Hann stefnir á að ganga á alla tindana á einu ári. Þegar hann hefur lokið göngu á Aconcagua er ferðinni heitið til Afríku þar sem hann ætlar að ganga á Kilimanjaro. „Ég vona að ég nái þessu á einu ári en það fer eftir því hvernig gengur að fjármagna ferðina. Ég kem til með að kíkja heim til Íslands á milli en ég hef ekki mikið tækifæri til að vinna í þeim stoppum,“ segir Þorsteinn. Að sögn Þorsteins tekur hann aldrei sjálfur við peningum, heldur er hann með fjárgæslumann sem sér um það og það sem afgangs er gefur hann til góðgerðarmála. „Hver ganga er líka tileinkuð einhverju góðgerðarfélagi og fyrstu tvær göngurnar tileinka ég styrktarfélagi MS. Ég hvet því fólk til að styrkja það félag á meðan á göngunni stendur. Síðan kemur í ljós hverjum ég tileinka næstu göngur á eftir,“ segir hann.„Til þess að gera heiminn betri, verðum við að vera góð við hvert annað“ Þorsteinn hefur gengið mikið um ævina. Hann hefur meðal annars gengið á öll bæjarfélög á Íslandi fyrir utan tvö, hann á eftir fjallið Þorfinn við Flateyri og Búðarhyrnu í Hnífsdal. Hann gefur út bók um göngurnar og fjöllin og öll höfundalaunin hans fara til styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Hann er eini maðurinn sem hefur gengið öll bæjarföll landsins. Hann lætru sér ekki nægja að ganga eitt fjall í hverju bæjarfélagi, heldur tekur öll, sem geta verið allt upp í fjögur til fimm. Þorsteinn stofnaði gönguhópinn Fjallagarpar og gyðjur og markmiðið með gönguhópnum, fyrir utan að ganga, er að minna á góðgerðarsamtök. „Þetta er bara lífstíll hjá mér, ég veit hvað svona hreyfing gerir fyrir fólk og fyrir sjálfan mig. Það er ofsalega hollt fyrir bæði sál og líkama, að stunda svona góða og reglulega hreyfingu. Ef fólk væri duglegra að hreyfa sig er ég viss um að það mætti spara heilmikinn pening í heilbrigðiskerfinu,“ segir Þorsteinn.„Það er ágætt að fólk hafi það í huga að við förum öll jöfn héðan, þegar jarðvist lýkur. Dauðir hlutir skipta engu máli og við getum gert svo margt til þess að styrkja þá sem á þurfa á halda. Til þess að gera heiminn betri, verðum við að vera góð við hvert annað,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Þorsteinn Jakobsson göngugarpur ætlar að ganga á heimstindana sjö, hann leggur af stað til Argentínu þar sem heimsálfutindur Suður-Ameríku, Aconcagua er, 7. janúar á næsta ári. Þorsteinn er langelsti íslendingurinn til að gera þetta, en hann er 56 ára gamall. Til þess að fjármagna ferðina ætlar Þorsteinn að selja allt dótið sitt. „Ég ætla að selja allt dótið sem skiptir mig engu máli. Dauða hluti eins og húsgögn, fatnað og gamalt lagerdót. Ég er að starta sölunni og hún mun fara fram á netinu, til dæmis á Blandi.“ Hann stefnir á að ganga á alla tindana á einu ári. Þegar hann hefur lokið göngu á Aconcagua er ferðinni heitið til Afríku þar sem hann ætlar að ganga á Kilimanjaro. „Ég vona að ég nái þessu á einu ári en það fer eftir því hvernig gengur að fjármagna ferðina. Ég kem til með að kíkja heim til Íslands á milli en ég hef ekki mikið tækifæri til að vinna í þeim stoppum,“ segir Þorsteinn. Að sögn Þorsteins tekur hann aldrei sjálfur við peningum, heldur er hann með fjárgæslumann sem sér um það og það sem afgangs er gefur hann til góðgerðarmála. „Hver ganga er líka tileinkuð einhverju góðgerðarfélagi og fyrstu tvær göngurnar tileinka ég styrktarfélagi MS. Ég hvet því fólk til að styrkja það félag á meðan á göngunni stendur. Síðan kemur í ljós hverjum ég tileinka næstu göngur á eftir,“ segir hann.„Til þess að gera heiminn betri, verðum við að vera góð við hvert annað“ Þorsteinn hefur gengið mikið um ævina. Hann hefur meðal annars gengið á öll bæjarfélög á Íslandi fyrir utan tvö, hann á eftir fjallið Þorfinn við Flateyri og Búðarhyrnu í Hnífsdal. Hann gefur út bók um göngurnar og fjöllin og öll höfundalaunin hans fara til styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Hann er eini maðurinn sem hefur gengið öll bæjarföll landsins. Hann lætru sér ekki nægja að ganga eitt fjall í hverju bæjarfélagi, heldur tekur öll, sem geta verið allt upp í fjögur til fimm. Þorsteinn stofnaði gönguhópinn Fjallagarpar og gyðjur og markmiðið með gönguhópnum, fyrir utan að ganga, er að minna á góðgerðarsamtök. „Þetta er bara lífstíll hjá mér, ég veit hvað svona hreyfing gerir fyrir fólk og fyrir sjálfan mig. Það er ofsalega hollt fyrir bæði sál og líkama, að stunda svona góða og reglulega hreyfingu. Ef fólk væri duglegra að hreyfa sig er ég viss um að það mætti spara heilmikinn pening í heilbrigðiskerfinu,“ segir Þorsteinn.„Það er ágætt að fólk hafi það í huga að við förum öll jöfn héðan, þegar jarðvist lýkur. Dauðir hlutir skipta engu máli og við getum gert svo margt til þess að styrkja þá sem á þurfa á halda. Til þess að gera heiminn betri, verðum við að vera góð við hvert annað,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira