Íslendingar sagðir stela mest af hugbúnaði miðað við höfðatölu Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 18. október 2013 09:14 "Það hefur verið sagt að Íslendingar steli mest af hugbúnaði miðað við höfðatölu.“ mynd/Stefán Karlsson „Það hefur verið sagt að Íslendingar steli mest af hugbúnaði miðað við höfðatölu.“ Svona byrjar tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, grein sem birtist eftir hann í Fréttablaðinu og á Vísi í dag. Það sé verið að tala um tölvuhugbúnað og annað sem honum tengist en í kjölfarið komu auðvitað kvikmyndir, tónlist og líklega verði bækurnar næsta dæmi um það sem menn stela. Hann segir í greininni að það kosti hann tvær til fimm milljónir að gera plötu á Íslandi. Hvert selt eintak skipti því máli. „Það er auðvelt fyrir svo marga að réttlæta að það sé í lagi að hala niður ólöglega. Þú þarft aldrei að horfa í augun á þeim þú ert að ræna,“ segir Bubbi. Hann segir að hér á landi sé komin kynslóð sem sé alin upp við að þetta sé í lagi. „Foreldrar biðja jafnvel börnin að ná í tónlist eða kvikmynd fyrir sig. „Þú ert ekki inni í búð að lauma inn á þig, þú gerir þetta heima, í öruggu umhverfi,“ segir hann. Hann segir að nú sé komið á þing, fólk sem telji þetta eðlilegt og vilji að hann einfaldlega aðlagi sig og komi til móts við þjófana. Á DV sé meira að segja farið að kenna mönnum hvernig hala á niður ólöglega. Bubbi nefnir grein sem tónlistarmaðurinn David Byrne skrifar, þar sem hann varar við niðurhali tónlistar af internetinu og nefnir Spotify sem dæmi. Niðurhal geti í raun komið tónlistarmönnum á kaldan klaka. Hann nefnir einnig lag með Daft Punk sem heitir Get Lucky og var langvinsælasti smellur sumarsins. Lagið var sótt meira en 100 milljón sinnum á Spotify. Byrne segir að meðlimir hljómsveitarinnar fái um þrettán þúsund Bandaríkjadali hvor fyrir vikið eða rétt um 1,5 milljónir króna. Þetta er fyrir plötu sem tók afar langan tíma að hljóðrita og var mjög dýr í vinnslu. „Þetta er auðvitað gjörsamlega galið. Hefði þetta verið tveggja laga plata sem hefði verið seld í 10 milljónum eintaka þá væru þessir menn millar,“ segir Bubbi. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
„Það hefur verið sagt að Íslendingar steli mest af hugbúnaði miðað við höfðatölu.“ Svona byrjar tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, grein sem birtist eftir hann í Fréttablaðinu og á Vísi í dag. Það sé verið að tala um tölvuhugbúnað og annað sem honum tengist en í kjölfarið komu auðvitað kvikmyndir, tónlist og líklega verði bækurnar næsta dæmi um það sem menn stela. Hann segir í greininni að það kosti hann tvær til fimm milljónir að gera plötu á Íslandi. Hvert selt eintak skipti því máli. „Það er auðvelt fyrir svo marga að réttlæta að það sé í lagi að hala niður ólöglega. Þú þarft aldrei að horfa í augun á þeim þú ert að ræna,“ segir Bubbi. Hann segir að hér á landi sé komin kynslóð sem sé alin upp við að þetta sé í lagi. „Foreldrar biðja jafnvel börnin að ná í tónlist eða kvikmynd fyrir sig. „Þú ert ekki inni í búð að lauma inn á þig, þú gerir þetta heima, í öruggu umhverfi,“ segir hann. Hann segir að nú sé komið á þing, fólk sem telji þetta eðlilegt og vilji að hann einfaldlega aðlagi sig og komi til móts við þjófana. Á DV sé meira að segja farið að kenna mönnum hvernig hala á niður ólöglega. Bubbi nefnir grein sem tónlistarmaðurinn David Byrne skrifar, þar sem hann varar við niðurhali tónlistar af internetinu og nefnir Spotify sem dæmi. Niðurhal geti í raun komið tónlistarmönnum á kaldan klaka. Hann nefnir einnig lag með Daft Punk sem heitir Get Lucky og var langvinsælasti smellur sumarsins. Lagið var sótt meira en 100 milljón sinnum á Spotify. Byrne segir að meðlimir hljómsveitarinnar fái um þrettán þúsund Bandaríkjadali hvor fyrir vikið eða rétt um 1,5 milljónir króna. Þetta er fyrir plötu sem tók afar langan tíma að hljóðrita og var mjög dýr í vinnslu. „Þetta er auðvitað gjörsamlega galið. Hefði þetta verið tveggja laga plata sem hefði verið seld í 10 milljónum eintaka þá væru þessir menn millar,“ segir Bubbi.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira