Innlent

Lasergeisla beint að flugvél

Boði Logason skrifar
Tvær tilkynningar bárust lögreglu nýverið um að grænum lasergeisla hefði verið beint að fólki.

Í öðru tilvikinu, sem átti sér stað í gærkvöld, tilkynntu starfsmenn í  flugturninum á Keflavíkurflugvelli að grænum lasergeisla hefði verið beint að kennsluflugvél á lokastefnu.

Í hinu tilvikinu, sem átti sér stað í fyrrakvöld var grænum lasergeisla beint að manni sem ók bifreið sinni eftir Hafnargötu í Keflavík. Geislanum var beint í andlit ökumannsins með þeim afleiðingum að hann missti nær stjórn á ökutæki sínu.

Lögreglan vinnur að rannsókn málsins, sem litið er mjög alvarlegum augun, þar sem um er að ræða athæfi  sem getur reynst stórhættulegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×