Listamenn verja hagsmuni þeirra sem níðast á þeim Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 18. október 2013 15:54 Helgi Hrafn segir að að breytingarnar sem hafi orðið til með internetinu, séu kannski óþægilegri en aðrar byltingar því hún hafi gerst á svo skömmum tíma. mynd/Pjetur Sigurðsson Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, svarar grein Bubba Morthens, „Er stolið mikið á þínum heimili?“ í opnu bréfi á bloggsíðu Pírata. „Ég er einn af þessum þingmönnum sem þú nefnir, en mig langar til þess að útskýra aðeins betur,“ segir Helgi Hrafn. “Nú er fólk komið á þing sem telur þetta eðlilegt og vill einfaldlega að ég aðlagi mig og komi til móts við þjófana,“ segir Bubbi í grein sinni. Helgi Hrafn segir að þetta sé ekki endilega eðlilegt, því hvað sé eðlilegt? En það sé er hinsvegar óhjákvæmilegt. Vandamálið sé eftirfarandi. Internetið bjóði ekki upp á sömu takmarkanir og raunheimar gerðu þegar kassettu-, plötu- og diskasala var burðarás iðnaðarins. Hann segir vandamálið ekki siðferðislegt álitamál, heldur tæknilegt og óumflýjanlegan raunveruleika. Það sé eins með höfundarrétt og margar ágætar, klassískar hugmyndir, að hann var útfærður án tillits til þeirrar tækniframþróunar sem hefur átt sér stað síðasta einn og hálfa áratuginn eða svo. Hann nefnir sem dæmi að þegar vatnsleiðslur komu til sögunnar,misstu allir vatnsberar vinnuna. Það hafi ekki endilega verið sanngjarnt eða „eðlilegt”, en óhjákvæmilegt. Fólk hafi fundið sér annað að starfa við. Helgi Hrafn segir að að breytingarnar sem hafi orðið til með internetinu, séu kannski óþægilegri en aðrar byltingar því hún hafi gerst á svo skömmum tíma. „Ég get komið með hugmyndir að því hvernig þú getur eflt tekjurnar, en fyrst þurfum við að vera á sömu blaðsíðu þegar kemur að því að breytinga er þörf.“ Hann lýsir því svo hvernig það sé gríðarlega flókið að fylgjast með því hvað aðilar setji á netið og veltir því fyrir sér hvernig ætti að fara að. Um sé að ræða hundruð milljóna síða sem setja alls konar efni inn. Helgi Hrafn lýkur svo grein sinni á þessum orðum: „Þetta er síðan fyrir utan reiðikastið sem ég gæti tekið gagnvart hefðbundnum dreifingaraðilum, en listamenn virðast vera orðnir svo vanir því að láta taka sig ósmurt í afturendann af nú úreldum og gagnslausum milliliðum að listamenn eru farnir að verja sömu hagsmuni og hafa alltaf tekið bróðurpartinn af vinnu þeirra. En það er önnur umræða.“ Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, svarar grein Bubba Morthens, „Er stolið mikið á þínum heimili?“ í opnu bréfi á bloggsíðu Pírata. „Ég er einn af þessum þingmönnum sem þú nefnir, en mig langar til þess að útskýra aðeins betur,“ segir Helgi Hrafn. “Nú er fólk komið á þing sem telur þetta eðlilegt og vill einfaldlega að ég aðlagi mig og komi til móts við þjófana,“ segir Bubbi í grein sinni. Helgi Hrafn segir að þetta sé ekki endilega eðlilegt, því hvað sé eðlilegt? En það sé er hinsvegar óhjákvæmilegt. Vandamálið sé eftirfarandi. Internetið bjóði ekki upp á sömu takmarkanir og raunheimar gerðu þegar kassettu-, plötu- og diskasala var burðarás iðnaðarins. Hann segir vandamálið ekki siðferðislegt álitamál, heldur tæknilegt og óumflýjanlegan raunveruleika. Það sé eins með höfundarrétt og margar ágætar, klassískar hugmyndir, að hann var útfærður án tillits til þeirrar tækniframþróunar sem hefur átt sér stað síðasta einn og hálfa áratuginn eða svo. Hann nefnir sem dæmi að þegar vatnsleiðslur komu til sögunnar,misstu allir vatnsberar vinnuna. Það hafi ekki endilega verið sanngjarnt eða „eðlilegt”, en óhjákvæmilegt. Fólk hafi fundið sér annað að starfa við. Helgi Hrafn segir að að breytingarnar sem hafi orðið til með internetinu, séu kannski óþægilegri en aðrar byltingar því hún hafi gerst á svo skömmum tíma. „Ég get komið með hugmyndir að því hvernig þú getur eflt tekjurnar, en fyrst þurfum við að vera á sömu blaðsíðu þegar kemur að því að breytinga er þörf.“ Hann lýsir því svo hvernig það sé gríðarlega flókið að fylgjast með því hvað aðilar setji á netið og veltir því fyrir sér hvernig ætti að fara að. Um sé að ræða hundruð milljóna síða sem setja alls konar efni inn. Helgi Hrafn lýkur svo grein sinni á þessum orðum: „Þetta er síðan fyrir utan reiðikastið sem ég gæti tekið gagnvart hefðbundnum dreifingaraðilum, en listamenn virðast vera orðnir svo vanir því að láta taka sig ósmurt í afturendann af nú úreldum og gagnslausum milliliðum að listamenn eru farnir að verja sömu hagsmuni og hafa alltaf tekið bróðurpartinn af vinnu þeirra. En það er önnur umræða.“
Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira