Einstakt tækifæri til að ná samningum um makrílveiðar Heimir Már Pétursson skrifar 18. október 2013 13:21 „Ef menn ætla að ná samningum verða allir að sýna ábyrgð og allir að gefa eitthvað eftir. Hvort þetta er eins langt og menn þurfa að fara er eitthvað sem ég get ekki tjáð mig um á þessum tímapunkti.“ mynd/arnþór Framkvæmdastjóri LÍÚ vonar að menn beri gæfu til að ná samningum í makríldeilunni í næstu viku. Nú sé einstakt tækifæri til þess vegna aukinna heimilda. Allir verði að gefa eitthvað eftir til að samningar náist en talið er að Evrópusambandið bjóði Íslendingum um 12 prósent af veiðiheimildum á fundi í næstu viku. Samningafundur í makríldeilunni verður haldinn í Lundúnum á miðvikudag í næstu viku. Talið er að þar muni Evrópusambandið bjóða Íslendingum og Færeyingum hvorum um sig um 12 prósent af veiðiheimildunum, en hingað til hafa sambandið og Norðmenn mest boðið þeim sex til sjö prósent. Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, segir útvegsmenn frá upphafi lagt áherslu á að samningar náist í deilunni sem staðið hefur í um 7 ár. „Og teljum mikið fyrir það gefandi í raun og veru að þessum stofni sé stjórnað eins og öðrum á ábyrgan hátt þannig að við getum horft til nýtingar á honum til lengri tíma,“ segir Kolbeinn. Vissulega hafi kröfur Íslendinga verið hærri en heyrst hafi að nú sé í boði. „Ef menn ætla að ná samningum verða allir að sýna ábyrgð og allir að gefa eitthvað eftir. Hvort þetta er eins langt og menn þurfa að fara er eitthvað sem ég get ekki tjáð mig um á þessum tímapunkti,“ segir Kolbeinn. Hins vegar sé mikilvægt að þeir sem stundi þessar veiðar sýni ábyrgð. Nú sé einstakt tækifæri til að ná samningum þar sem fiskifræðingar leggi til að heildarveiðin fari úr 542 Þúsund tonnum á þessu ári í 890 þúsund tonn á næsta ári. „Ef við náum ekki samningum núna þegar ráðgjöfin fer upp um 65 prósent og samsvarar nú því sem menn hafa verið að veiða held ég að möguleikar á samningum í framtíðinni verði litlir,“ segir Kolbeinn. Í Morgunblaðinu í dag segir að Færeyingar muni krefjast meiri veiðiheimilda en Íslendingar hafa krafist hingað til, eða 23ja prósenta verði þeim gert að veiða makrílinn eingöngu innan eigin lögsögu. Kolbeinn segir Íslendinga eiga að gera upp við sig hvað þeir telji sjálfir sanngjarnt. „Það er hins vegar algerlega skýrt í mínum huga að ef við ætlum að ganga til samninga og klára þetta, þurfa allir sem taka verulegan þátt í veiðunum að vera með. Því það er til lítils fyrir örfáa aðila að tjóðra sig niður við eitthvað ef aðrir sýna ekki sömu ábyrgð. Þannig að ég legg gríðarlega áherslu á það ef samningar nást verði það á sem allra breiðustum grunni og að Færeyingar verði með í því,“ segir Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri LÍÚ. Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Framkvæmdastjóri LÍÚ vonar að menn beri gæfu til að ná samningum í makríldeilunni í næstu viku. Nú sé einstakt tækifæri til þess vegna aukinna heimilda. Allir verði að gefa eitthvað eftir til að samningar náist en talið er að Evrópusambandið bjóði Íslendingum um 12 prósent af veiðiheimildum á fundi í næstu viku. Samningafundur í makríldeilunni verður haldinn í Lundúnum á miðvikudag í næstu viku. Talið er að þar muni Evrópusambandið bjóða Íslendingum og Færeyingum hvorum um sig um 12 prósent af veiðiheimildunum, en hingað til hafa sambandið og Norðmenn mest boðið þeim sex til sjö prósent. Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, segir útvegsmenn frá upphafi lagt áherslu á að samningar náist í deilunni sem staðið hefur í um 7 ár. „Og teljum mikið fyrir það gefandi í raun og veru að þessum stofni sé stjórnað eins og öðrum á ábyrgan hátt þannig að við getum horft til nýtingar á honum til lengri tíma,“ segir Kolbeinn. Vissulega hafi kröfur Íslendinga verið hærri en heyrst hafi að nú sé í boði. „Ef menn ætla að ná samningum verða allir að sýna ábyrgð og allir að gefa eitthvað eftir. Hvort þetta er eins langt og menn þurfa að fara er eitthvað sem ég get ekki tjáð mig um á þessum tímapunkti,“ segir Kolbeinn. Hins vegar sé mikilvægt að þeir sem stundi þessar veiðar sýni ábyrgð. Nú sé einstakt tækifæri til að ná samningum þar sem fiskifræðingar leggi til að heildarveiðin fari úr 542 Þúsund tonnum á þessu ári í 890 þúsund tonn á næsta ári. „Ef við náum ekki samningum núna þegar ráðgjöfin fer upp um 65 prósent og samsvarar nú því sem menn hafa verið að veiða held ég að möguleikar á samningum í framtíðinni verði litlir,“ segir Kolbeinn. Í Morgunblaðinu í dag segir að Færeyingar muni krefjast meiri veiðiheimilda en Íslendingar hafa krafist hingað til, eða 23ja prósenta verði þeim gert að veiða makrílinn eingöngu innan eigin lögsögu. Kolbeinn segir Íslendinga eiga að gera upp við sig hvað þeir telji sjálfir sanngjarnt. „Það er hins vegar algerlega skýrt í mínum huga að ef við ætlum að ganga til samninga og klára þetta, þurfa allir sem taka verulegan þátt í veiðunum að vera með. Því það er til lítils fyrir örfáa aðila að tjóðra sig niður við eitthvað ef aðrir sýna ekki sömu ábyrgð. Þannig að ég legg gríðarlega áherslu á það ef samningar nást verði það á sem allra breiðustum grunni og að Færeyingar verði með í því,“ segir Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri LÍÚ.
Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent