„Algjörlega ábyrgðarlaust“ UE skrifar 18. október 2013 13:30 Júlíus Vífil Ingvarsson og Dag B. Eggertsson greinir á um hvort málið sé í eðlilegum farvegi. Júlíus Vífill Ingvarsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, telur að afgreiðsla borgarráðs á deiliskipulagi fyrir flugstjórnarmiðstöðina hafi tafist óeðlilega. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að málið sé í eðlilegum farvegi. Flugstjórnarmiðstöðin sækist eftir breytingu á deiliskipulagi til þess að stækka húsnæði sitt. Umsókn Isavia um stækkun á flugstjórnarmiðstöðinni við Nauthólsvíkurveg er til umfjöllunar í borgarráði Reykjavíkur. Verkefnið felur í sér 2.600 fermetra stækkun á núverandi húsnæði sem er 3.126 fermetrar að stærð. Áætlaður heildarkostnaður við verkefnið nemur tæpum milljarði króna og greiða notendur flugleiðsöguþjónustunnar á Norður-Atlantshafi stærstan hluta hans í samræmi við þjónustusamning Isavia við Alþjóðaflugmálastofnunina. Flugstjórnarmiðstöðin veitir flugleiðsöguþjónustu ásamt fjarskiptamiðstöðinni í Gufunesi á íslenska flugstjórnarsvæðinu sem er um 5,4 milljónir ferkílómetra að stærð og er eitt hið stærsta í heimi. Málið hefur verið samþykkt af umhverfis- og skipulagsráði en bíður afgreiðslu borgarráðs. „Ég hef fyrir því öruggar heimildir að borgin sé að nota afgreiðslu deiliskipulagsins fyrir flugstjórnarmiðstöðina til að þrýsta á ríkisstjórnina að semja um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Starfsemi flugstjórnarmiðstöðvarinnar kemur Reykjavíkurflugvelli ekkert við. Flugstjórn á þessu stóra svæði getur verið hvar sem er og nokkur önnur lönd sem hafa áhuga á að taka þessa starfsemi yfir enda skaffar hún miklar tekjur í erlendri mynt. Það er algjörlega ábyrgðarlaust að nota þetta skipulag sem snýr að því að tryggja flugöryggi á einu af stærstu flugstjórnarsvæðum í heiminum sem tæki til að ná samningum við ríkið,“ segir Júlíus Vífill. Dagur B. Eggertsson er ósammála þeirri útleggingu Júlíusar Vífils að verið sé að nota deiliskipulagið fyrir flugstjórnarmiðstöðina til að þrýsta á ríkið. „Ég held að málið sé í algjörlega eðlilegum farvegi. Umhverfis- og skipulagsráð bókaði að það þyrfti að skoðast í samhengi við önnur mál á svæðinu. Þetta er eitt af þeim málum sem eru í viðræðum innanríkisráðuneytisins og borgarinnar,“ segir Dagur í samtali við Vísi. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Júlíus Vífill Ingvarsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, telur að afgreiðsla borgarráðs á deiliskipulagi fyrir flugstjórnarmiðstöðina hafi tafist óeðlilega. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að málið sé í eðlilegum farvegi. Flugstjórnarmiðstöðin sækist eftir breytingu á deiliskipulagi til þess að stækka húsnæði sitt. Umsókn Isavia um stækkun á flugstjórnarmiðstöðinni við Nauthólsvíkurveg er til umfjöllunar í borgarráði Reykjavíkur. Verkefnið felur í sér 2.600 fermetra stækkun á núverandi húsnæði sem er 3.126 fermetrar að stærð. Áætlaður heildarkostnaður við verkefnið nemur tæpum milljarði króna og greiða notendur flugleiðsöguþjónustunnar á Norður-Atlantshafi stærstan hluta hans í samræmi við þjónustusamning Isavia við Alþjóðaflugmálastofnunina. Flugstjórnarmiðstöðin veitir flugleiðsöguþjónustu ásamt fjarskiptamiðstöðinni í Gufunesi á íslenska flugstjórnarsvæðinu sem er um 5,4 milljónir ferkílómetra að stærð og er eitt hið stærsta í heimi. Málið hefur verið samþykkt af umhverfis- og skipulagsráði en bíður afgreiðslu borgarráðs. „Ég hef fyrir því öruggar heimildir að borgin sé að nota afgreiðslu deiliskipulagsins fyrir flugstjórnarmiðstöðina til að þrýsta á ríkisstjórnina að semja um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Starfsemi flugstjórnarmiðstöðvarinnar kemur Reykjavíkurflugvelli ekkert við. Flugstjórn á þessu stóra svæði getur verið hvar sem er og nokkur önnur lönd sem hafa áhuga á að taka þessa starfsemi yfir enda skaffar hún miklar tekjur í erlendri mynt. Það er algjörlega ábyrgðarlaust að nota þetta skipulag sem snýr að því að tryggja flugöryggi á einu af stærstu flugstjórnarsvæðum í heiminum sem tæki til að ná samningum við ríkið,“ segir Júlíus Vífill. Dagur B. Eggertsson er ósammála þeirri útleggingu Júlíusar Vífils að verið sé að nota deiliskipulagið fyrir flugstjórnarmiðstöðina til að þrýsta á ríkið. „Ég held að málið sé í algjörlega eðlilegum farvegi. Umhverfis- og skipulagsráð bókaði að það þyrfti að skoðast í samhengi við önnur mál á svæðinu. Þetta er eitt af þeim málum sem eru í viðræðum innanríkisráðuneytisins og borgarinnar,“ segir Dagur í samtali við Vísi.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira