Fleiri fréttir

Taka harðar á vændiskaupum

"Það sem virðist vera að breytast er að löggjafinn er að taka á vændismálum af meiri festu,“ segir Þórunn Þórarinsdóttir, ný forstöðukona Kristínarhúss, sem er athvarf fyrir konur sem hafa lent í vændi eða mansali.

Stjórnarandstæðingar söknuðu Sigmundar Davíðs

Forsætisráðherra hefur ekki verið til svara í fyrirspurnartímum á Alþingi frá 8. október. Stjórnarandstæðingar kvarta undan fjarvistum ráðherra. Gerir þinginu erfitt að veita framkvæmdavaldinu aðhald segir þingmaður Samfylkingarinnar.

Óvíst hvort allt tjón fæst bætt

Bændum sem urðu fyrir tjóni af völdum kals og óvenjulegrar veðráttu síðasta vetur verður bætt tjónið, en óvíst er hvort allt tjón fæst bætt.

Lögreglumenn á Austurlandi harma niðurstöður skýrslu

Á aðalfundi Lögreglufélags Austurlands sem haldinn var í dag var samþykkt ályktun er varðar niðurstöður skýrslu um Vinnumenningu og kynjatengsl lögreglunnar. Þar segir að félagið harmi niðurstöður skýrslunnar.

Fyrrverandi fangavörður myndbirtir barnaníðinga

„Það verður einhver að vernda börnin, ekki gera yfirvöld það,“ segir Óskar Ingi Þorgrímsson sem er einn stofnenda netsíðu þar sem dæmdir barnaníðingar eru nafn- og myndbirtir.

Leigumarkaðurinn stendur ekki undir nafni, aðgerðir nauðsynlegar

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, ávarpaði fjórða landsþing Starfsgreinasambands Íslands á Akureyri í gær. Meðal annars ræddi hún þann kost að bjóða leigufélögum sem byggi án hagnaðarsjónarmiða byggingarlóðir á kostnaðarverði.

Íslenskir barnaníðingar nafn- og myndbirtir á vefsíðu

Dæmdir íslenskir barnaníðingar eru bæði nafn- og myndbirtir á vefsíðu sem hýst er á Wordpress.com. Búið er að taka saman upplýsingar um 26 dæmda barnaníðinga og einnig hlekkir við dóma eða umfjöllun í fjölmiðlum.

"Þessu verður að breyta“

Innanríkisráðherra segir niðurstöður úr rannsókn sem ríkislögreglustjóri lét gera um stöðu kvenna innan lögreglunnar ekki viðunandi og að stöðu kvenna verði að breyta.

Þrjú þúsund nýjar leiguíbúðir í Reykjavík

Byggðar verða hátt í þrjú þúsund leiguíbúðir í Reykjavík á næstu fimm árum samkvæmt tillögu sem nú liggur fyrir borgarráði. Formaður borgarráðs segir að ástandið á leigumarkaði kalli á stórtækar aðgerðir.

Mataræði hefur ekki áhrif á alla með ADHD

Rannsóknarteymi í Háskólanum í Kaupmannahöfn hefur í samvinnu við barna – og unglingageðlækna í Danmörku, gert ítarlega samantekt á rannsóknum sem gerðar hafa verið á því hvort mataræði hefur áhrif á börn með hegðunarraskanir eins og ADHD.

Ótrúleg viðbrögð í kjölfar þáttar um Madeleine

Breskir rannsóknarlögreglumenn sem rannsaka hvarf ensku telpunnar Madeleine McCann segja að þeir hafi fengið yfir 2400 símtöl og tölvupósta í kjölfar þess að sýndur var þáttur á BBC sem skýrði nákvæmlega frá hvarfi M adeleine.

Mátti vísa Vítisengli úr landi

Hæstiréttur taldi að íslenska ríkinu hefði verið heimilt að vísa Vítisengli úr landi en hann sagðist bara hafa viljað heimsækja land, þjóð og vini.

Ætlar Reykjavík að gefa "völdum“ aðilum afslátt?

"Þeir aðilar sem Reykjavíkurborg hyggst leita til þess að stofna ný leigufélög, myndu með einum eða öðrum hætti fá afslátt af ákveðnum gjöldum sem borgin annars leggur á lóðir og byggingaframkvæmdi,“ segir Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Sakar ESB um ýkjur

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir frjálslega farið með staðreyndir í skýrslu Evrópusambandsins sem birt var í gær um stöðu viðræðnanna við Ísland.

Tælandi Ísland með augum gestsins

Það er ekki nýtt að útlendingar heillist af fegurð landsins. En raðmyndir ljósmyndarans Stian Rehdai af íslenskri náttúrufegurð hafa vakið þó nokkra athygli á Netinu.

Tala látinna hækkar á Filippseyjum

Tala látinna hækkar enn eftir að öflugur jarðskjálfti upp 7,2 stig reið yfir Filippseyjar aðfaranótt þriðjudags. Yfirvöld þar í landi segja að nú séu 161 látinn, og um 400 séu slasaðir.

Gott ferðaveður um helgina

Búast má við að mikið ferðalag verði á fólki innanlands vegna vetrarfrís í grunnskólum og framhaldsskólum um helgina. Besta veðurspáin er fyrir Vesturland.

Rúmenskur ofurtrukkur

Er 60 cm breiðari en Hummer H1, vegur 230 kílóum minna, tekur 11 farþega og er ætlaður til björgunarstarfa.

Facebook opnar fyrir færslur barna

Nú geta börn og unglingar undir 18 ára aldri, sett inn færslur og myndir á Facebook-síður sínar, þannig að þær séu opnar öllum. Til verndar börnum hefur slíkt verið bannað samkvæmt reglum Facebook, þar til nú.

Ekki von á skuldaaðgerðum fyrir áramót

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í morgun að ólíklegt sé að hægt verði að ráðast í aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna á þessu ári. Málið sé þó enn á forgangslista ríkisstjórnarinnar.

Bjartsýni um samninga í makríldeilunni

Bjartsýni ríkir um að samkomulag kunni á nást í makríldeilunni á samningafundi í næstu viku og að Evrópusambandið sé tilbúið að veita Íslendingum og Færeyjingum stærri hlutdeild í veiðunum en vilji hefur verið til hingað til.

WHO: Loftmengun veldur krabbameini

Loftmengun veldur lungnakrabbameini. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Alþjóðlegu krabbameinsrannsóknastofnuninni (IARC) í dag, en það er undirstofnun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Þessi yfirlýsing byggir á rúmlega 1.000 rannsóknum sem gerðar hafa verið.

Fimm ríki kosin í öryggisráðið

Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna verður í dag atkvæðagreiðsla um það, hvaða fimm ríki taka sæti í öryggisráðinu.

Ráðgera friðarráðstefnu um Sýrland í næsta mánuði

Ráðstefna til að finna pólitíska lausn á borgarastyrjöldinni í Sýrlandi verður haldin í Genf í Sviss, dagana 23. og 24. nóvember. Qadri Jamil, varaforsætisráðherra Sýrlands, staðfesti þetta í samtali við fjölmiðla í Moskvu í morgun.

Má taka sjálfstæðar ákvarðanir

Ricardo Aldair, tuttugu og fimm ára mexíkani með Asperger heilkennið, vann í morgun mál í Hæstarétti sem hann höfðaði gegn mexíkóska ríkinu.

Stofnandi eBay stofnar nýjan fjölmiðil

Bandaríski blaðamaðurinn Glenn Greenwald tekur til starfa hjá nýjum fjölmiðli í eigu franska milljarðamæringsins Pierre Omidyar, en sá stofnaði sölusíðun eBay.

Endurskrifuðu kerfi Mentors

Upplýsingakerfið Mentor hefur verið endurskrifað frá grunni og verður það innleitt í áföngum á þessu skólaári og því næsta.

ESB bannar paraben í snyrtivörum

Framleiðendur hafa ekki sýnt fram á að fimm paraben séu örugg til notkunar. Fyrirhugað bann góðar fréttir, segir teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun.

Kennarar í verkfall

Þúsundir skólastofnana á Englandi loka í dag vegna verkfalla kennara sem krefjast hærri launa, betri eftirlauna og úrbóta á vinnuaðstöðu.

Þrjátíu milljónir manna búa við þrældóm

Þetta kemur fram kemur í nýrri rannsókn sem náði til 162 landa en verst er ástandið á Indlandi þar sem álitið er að fólk í þrældómi telji um fjórtán milljónir.

Sjá næstu 50 fréttir