Nauðsynlegt að lækka skuldir ríkissjóðs til að tryggja framlög til rannsókna Heimir Már Pétursson skrifar 25. september 2013 14:24 Illugi segir framlögin vera tengd fjárfestingaáætlun fyrri stjórnar sem byggði á veiðigjaldi sem aldrei hefði skilað þeim tekjum sem ætlast var til. mynd/gva Fræðimenn óttast að rúmlega fimmhundruð milljóna framlag til Rannsóknarsjóðs sem ákveðið var í fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar, verði skorið niður í fjárlögum næsta árs. Menntamálaráðherra tekur undir með vísindamönnunum að rannsóknir séu mikilvægar til þróunar atvinnulífs og aukningar hagvaxtar. Fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar gerði m.a. ráð fyrir tekjum af sérstöku veiðigjaldi og sölu eigna ríkisins en þær forsendur hafa breyst að stórum hluta vegna ákvarðana núverandi ríkisstjórnar. Fjórtán kennarar og vísindamenn við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri lýsa áhyggjum sínum af þessu í grein í Fréttablaðinu í dag. Með 550 milljón króna framlagi síðustu ríkisstjórnar til Rannsóknarsjóðs hafi sjóðurinn komist í sambærilega stöðu og sjóðurinn var í fyrir hrun. Vísindamennirnir segja að ef þessi framlög skili sér ekki, verði að öllum líkindum engum nýjum styrkjum úthlutað á næstu eina til tveimur árum, sem bitni helst á ungum vísindamönnum. „Nú ætla ég ekki að tjá mig um það hvernig fjárlögin líta út. Það er fjármálaráðherrans að kynna þau á næstu dögum. En ég get auðvitað tekið undir áhyggjur þeirra varðandi stöðu þessara mála,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Hins vegar hafi framlögin verið tengd fjárfestingaáætlun fyrri stjórnar sem byggði á veiðigjaldi sem aldrei hefði skilað þeim tekjum sem ætlast var til. „Sem sýnir hversu óheppilegt er að tengja jafn mikilvæg mál eins og vísindastarfsemina í landinu við slíka skattstofna,“ segir hann. Framlög sem þessi eigi að fjármagna beint úr ríkissjóði eins og önnur mikilvæg útgjöld. „Staðan í þessum málum er auðvitað áhyggjuefni eins og í svo mörgum öðrum, sem auðvitað endurspeglar síðan stöðuna á ríkissjóði. Hún er miklu verri en menn höfðu ætlað og við því erum við að reyna að bregðast þessa dagana,“ segir Illugi. Vísindamennirnir benda á að allir stjórnmálaflokkar hafi lagt áherslu á mikilvægi rannsóknarstarfs til framþróunar en slík framlög séu mun hærri í flestum ríkjum en hér á landi. Finnar hafi t.d. ákveðið að auka framlög til rannsókna umtalsvert eftir efnahagserfiðleika þar, með góðum árangri. „Jú, þess vegna erum við að setja umtalsverða fjármuni í þessa rannsóknasjóði. Það er bara þessi aukning sem við erum að tala um núna sem snýr að þessari fjárfestingaáætlun sem fjármögnuð var með þeim hætti sem ég nefndi hér að ofan,“ segir menntamálaráðherra. Vaxtabyrði ríkissjóðs sé gífurleg og nauðsynlegt að greiða niður skuldir ríkissjóðs. „Og ef okkur tekst ekki að koma böndum á þennan hallarekstur er auðvitað hætta á því að vextirnir á íslenska ríkið hækki og það fari meiri og meiri fjármunir frá okkur í vaxtagreiðslurnar og það verði minna og minna eftir í velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, menntakerfið og rannsóknirnar,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Fræðimenn óttast að rúmlega fimmhundruð milljóna framlag til Rannsóknarsjóðs sem ákveðið var í fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar, verði skorið niður í fjárlögum næsta árs. Menntamálaráðherra tekur undir með vísindamönnunum að rannsóknir séu mikilvægar til þróunar atvinnulífs og aukningar hagvaxtar. Fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar gerði m.a. ráð fyrir tekjum af sérstöku veiðigjaldi og sölu eigna ríkisins en þær forsendur hafa breyst að stórum hluta vegna ákvarðana núverandi ríkisstjórnar. Fjórtán kennarar og vísindamenn við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri lýsa áhyggjum sínum af þessu í grein í Fréttablaðinu í dag. Með 550 milljón króna framlagi síðustu ríkisstjórnar til Rannsóknarsjóðs hafi sjóðurinn komist í sambærilega stöðu og sjóðurinn var í fyrir hrun. Vísindamennirnir segja að ef þessi framlög skili sér ekki, verði að öllum líkindum engum nýjum styrkjum úthlutað á næstu eina til tveimur árum, sem bitni helst á ungum vísindamönnum. „Nú ætla ég ekki að tjá mig um það hvernig fjárlögin líta út. Það er fjármálaráðherrans að kynna þau á næstu dögum. En ég get auðvitað tekið undir áhyggjur þeirra varðandi stöðu þessara mála,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Hins vegar hafi framlögin verið tengd fjárfestingaáætlun fyrri stjórnar sem byggði á veiðigjaldi sem aldrei hefði skilað þeim tekjum sem ætlast var til. „Sem sýnir hversu óheppilegt er að tengja jafn mikilvæg mál eins og vísindastarfsemina í landinu við slíka skattstofna,“ segir hann. Framlög sem þessi eigi að fjármagna beint úr ríkissjóði eins og önnur mikilvæg útgjöld. „Staðan í þessum málum er auðvitað áhyggjuefni eins og í svo mörgum öðrum, sem auðvitað endurspeglar síðan stöðuna á ríkissjóði. Hún er miklu verri en menn höfðu ætlað og við því erum við að reyna að bregðast þessa dagana,“ segir Illugi. Vísindamennirnir benda á að allir stjórnmálaflokkar hafi lagt áherslu á mikilvægi rannsóknarstarfs til framþróunar en slík framlög séu mun hærri í flestum ríkjum en hér á landi. Finnar hafi t.d. ákveðið að auka framlög til rannsókna umtalsvert eftir efnahagserfiðleika þar, með góðum árangri. „Jú, þess vegna erum við að setja umtalsverða fjármuni í þessa rannsóknasjóði. Það er bara þessi aukning sem við erum að tala um núna sem snýr að þessari fjárfestingaáætlun sem fjármögnuð var með þeim hætti sem ég nefndi hér að ofan,“ segir menntamálaráðherra. Vaxtabyrði ríkissjóðs sé gífurleg og nauðsynlegt að greiða niður skuldir ríkissjóðs. „Og ef okkur tekst ekki að koma böndum á þennan hallarekstur er auðvitað hætta á því að vextirnir á íslenska ríkið hækki og það fari meiri og meiri fjármunir frá okkur í vaxtagreiðslurnar og það verði minna og minna eftir í velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, menntakerfið og rannsóknirnar,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.
Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira