Nauðsynlegt að lækka skuldir ríkissjóðs til að tryggja framlög til rannsókna Heimir Már Pétursson skrifar 25. september 2013 14:24 Illugi segir framlögin vera tengd fjárfestingaáætlun fyrri stjórnar sem byggði á veiðigjaldi sem aldrei hefði skilað þeim tekjum sem ætlast var til. mynd/gva Fræðimenn óttast að rúmlega fimmhundruð milljóna framlag til Rannsóknarsjóðs sem ákveðið var í fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar, verði skorið niður í fjárlögum næsta árs. Menntamálaráðherra tekur undir með vísindamönnunum að rannsóknir séu mikilvægar til þróunar atvinnulífs og aukningar hagvaxtar. Fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar gerði m.a. ráð fyrir tekjum af sérstöku veiðigjaldi og sölu eigna ríkisins en þær forsendur hafa breyst að stórum hluta vegna ákvarðana núverandi ríkisstjórnar. Fjórtán kennarar og vísindamenn við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri lýsa áhyggjum sínum af þessu í grein í Fréttablaðinu í dag. Með 550 milljón króna framlagi síðustu ríkisstjórnar til Rannsóknarsjóðs hafi sjóðurinn komist í sambærilega stöðu og sjóðurinn var í fyrir hrun. Vísindamennirnir segja að ef þessi framlög skili sér ekki, verði að öllum líkindum engum nýjum styrkjum úthlutað á næstu eina til tveimur árum, sem bitni helst á ungum vísindamönnum. „Nú ætla ég ekki að tjá mig um það hvernig fjárlögin líta út. Það er fjármálaráðherrans að kynna þau á næstu dögum. En ég get auðvitað tekið undir áhyggjur þeirra varðandi stöðu þessara mála,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Hins vegar hafi framlögin verið tengd fjárfestingaáætlun fyrri stjórnar sem byggði á veiðigjaldi sem aldrei hefði skilað þeim tekjum sem ætlast var til. „Sem sýnir hversu óheppilegt er að tengja jafn mikilvæg mál eins og vísindastarfsemina í landinu við slíka skattstofna,“ segir hann. Framlög sem þessi eigi að fjármagna beint úr ríkissjóði eins og önnur mikilvæg útgjöld. „Staðan í þessum málum er auðvitað áhyggjuefni eins og í svo mörgum öðrum, sem auðvitað endurspeglar síðan stöðuna á ríkissjóði. Hún er miklu verri en menn höfðu ætlað og við því erum við að reyna að bregðast þessa dagana,“ segir Illugi. Vísindamennirnir benda á að allir stjórnmálaflokkar hafi lagt áherslu á mikilvægi rannsóknarstarfs til framþróunar en slík framlög séu mun hærri í flestum ríkjum en hér á landi. Finnar hafi t.d. ákveðið að auka framlög til rannsókna umtalsvert eftir efnahagserfiðleika þar, með góðum árangri. „Jú, þess vegna erum við að setja umtalsverða fjármuni í þessa rannsóknasjóði. Það er bara þessi aukning sem við erum að tala um núna sem snýr að þessari fjárfestingaáætlun sem fjármögnuð var með þeim hætti sem ég nefndi hér að ofan,“ segir menntamálaráðherra. Vaxtabyrði ríkissjóðs sé gífurleg og nauðsynlegt að greiða niður skuldir ríkissjóðs. „Og ef okkur tekst ekki að koma böndum á þennan hallarekstur er auðvitað hætta á því að vextirnir á íslenska ríkið hækki og það fari meiri og meiri fjármunir frá okkur í vaxtagreiðslurnar og það verði minna og minna eftir í velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, menntakerfið og rannsóknirnar,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Fræðimenn óttast að rúmlega fimmhundruð milljóna framlag til Rannsóknarsjóðs sem ákveðið var í fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar, verði skorið niður í fjárlögum næsta árs. Menntamálaráðherra tekur undir með vísindamönnunum að rannsóknir séu mikilvægar til þróunar atvinnulífs og aukningar hagvaxtar. Fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar gerði m.a. ráð fyrir tekjum af sérstöku veiðigjaldi og sölu eigna ríkisins en þær forsendur hafa breyst að stórum hluta vegna ákvarðana núverandi ríkisstjórnar. Fjórtán kennarar og vísindamenn við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri lýsa áhyggjum sínum af þessu í grein í Fréttablaðinu í dag. Með 550 milljón króna framlagi síðustu ríkisstjórnar til Rannsóknarsjóðs hafi sjóðurinn komist í sambærilega stöðu og sjóðurinn var í fyrir hrun. Vísindamennirnir segja að ef þessi framlög skili sér ekki, verði að öllum líkindum engum nýjum styrkjum úthlutað á næstu eina til tveimur árum, sem bitni helst á ungum vísindamönnum. „Nú ætla ég ekki að tjá mig um það hvernig fjárlögin líta út. Það er fjármálaráðherrans að kynna þau á næstu dögum. En ég get auðvitað tekið undir áhyggjur þeirra varðandi stöðu þessara mála,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Hins vegar hafi framlögin verið tengd fjárfestingaáætlun fyrri stjórnar sem byggði á veiðigjaldi sem aldrei hefði skilað þeim tekjum sem ætlast var til. „Sem sýnir hversu óheppilegt er að tengja jafn mikilvæg mál eins og vísindastarfsemina í landinu við slíka skattstofna,“ segir hann. Framlög sem þessi eigi að fjármagna beint úr ríkissjóði eins og önnur mikilvæg útgjöld. „Staðan í þessum málum er auðvitað áhyggjuefni eins og í svo mörgum öðrum, sem auðvitað endurspeglar síðan stöðuna á ríkissjóði. Hún er miklu verri en menn höfðu ætlað og við því erum við að reyna að bregðast þessa dagana,“ segir Illugi. Vísindamennirnir benda á að allir stjórnmálaflokkar hafi lagt áherslu á mikilvægi rannsóknarstarfs til framþróunar en slík framlög séu mun hærri í flestum ríkjum en hér á landi. Finnar hafi t.d. ákveðið að auka framlög til rannsókna umtalsvert eftir efnahagserfiðleika þar, með góðum árangri. „Jú, þess vegna erum við að setja umtalsverða fjármuni í þessa rannsóknasjóði. Það er bara þessi aukning sem við erum að tala um núna sem snýr að þessari fjárfestingaáætlun sem fjármögnuð var með þeim hætti sem ég nefndi hér að ofan,“ segir menntamálaráðherra. Vaxtabyrði ríkissjóðs sé gífurleg og nauðsynlegt að greiða niður skuldir ríkissjóðs. „Og ef okkur tekst ekki að koma böndum á þennan hallarekstur er auðvitað hætta á því að vextirnir á íslenska ríkið hækki og það fari meiri og meiri fjármunir frá okkur í vaxtagreiðslurnar og það verði minna og minna eftir í velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, menntakerfið og rannsóknirnar,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira