Fleiri fréttir

200 menntaskólanemar strandaglópar - fyrsti skóladagur á morgun

"Fyrsti skóladagurinn er á morgun, og þá mun vanta heilan árgang,“ segir Birna Ketilsdóttir, Inspector scholae hjá Menntaskólanum í Reykjavík, en hún er ein af 200 nemendum sem eru strandaglópar á grísku eyjunni Krít eftir tíu daga ferð útskriftarárgangs skólans.

Lögregla íhugar nálgunarbann

"Það hefur ekki komið til tals að fara fram á nálgunarbann en það er inni í myndinni,“ segir Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, en embættið rannsakar alvarlegt áreiti karlmanns gagnvart lögreglukonu sem átti sér stað á Seyðisfirði í síðustu viku.

Eldur í jarðgöngum í Noregi

Eldur kom upp í flutningabíl í Stórasandsgöngunum í Skaun, skammt vestur af Þrándheimi, í Noregi í morgun. Einn maður lést í brunanum.

Diplómatar eru allt að því ósnertanlegir

Erlendir sendierindrekar lúta ekki íslenskri refsilöggjöf og ekki má stefna þeim nema í undantekningartilvikum. Sérfræðingur í þjóðarétti segir gagnkvæmni í samskiptum ríkja leiða til þess að sendierindrekar fara að lögum móttökuríkisins.

Mál á hendur Sigga hakkara fellt niður - tveir aðrir grunaðir um að kúga fé út úr Nóa Síríus

Sigurður Þórðarson, eða Siggi Hakkari, eins og hann er oft nefndur verður ekki ákærður fyrir aðild sína að fjárkúgunarmáli. Þetta kemur fram í bréfi frá Ríkissaksóknara sem Sigurður hefur nú birt á Twitter-síðu sinni. Sigurður þessi komst í fréttirnar á sínum tíma þegar í ljós kom að bandarískir alríkislögreglumenn höfðu yfirheyrt hann vegna tengsla hans við Wikileaks síðuna.

Land Rover með Hybrid kerfi

Range Rover og Range Rover Sport fá 47 hestafla rafmagnsmótor til hjálpar 3,0 lítra dísilvélarinnar.

Múbarak í stofufangelsi á morgun

Hosní Múbarak, fyrrverandi forseta Egyptalands, verður að öllum líkindum sleppt úr haldi á morgun, eftir að hafa setið í varðhaldi frá því að honum var steypt af stóli fyrir rúmum tveimur árum. Hann mun þó dvelja í stofufangelsi þar sem hann á enn yfir höfði sér dóma vegna morða á mótmælendum í uppreisninni árið 2011.

Makrílskipin flýja síldina

Stóru makrílveiðiskipin, sem vinna og frysta aflann um borð, eru öll komin vestur fyrir land á flótta undan síld, sem hefur farið upp í helming aflans á miðunum austur af landinu. Útgerðir skipanna vilja treina síldarkvótann þar til makrílveiðunum lýkur, auk þess sem það tefur vinnsluna að vera að vinna bæði síld og makríl í einu.

Neyðarflugeldi stolið og honum skotið á loft

Björgunarsveit var kölluð út á ellefta tímanum í gærkvöldi, eftir að tilkynningar bárust um að neyðarblys hafi sést vestur af Eiðisskeri undan ströndum Seltjarnarness. Björgunarbátur var sendur út, þyrla Landhelgisgæslunnar leiltaði á svæðinu og sjóliðar af varðskipi, sem statt var í grenndinni, leituðu einnig á léttbáti, en eftir klukkustundar leit þótti ljóst að engin sæfari væri í hættu og var leitinni hætt.

Ungir jafnaðarmenn lýsa andstyggð á dómnum yfir Manning

Ungir jafnaðarmenn lýsa andstyggð sinni á því óréttlæti, sem felst í því að Bradley Manning hafi verið dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir að hafa upplýst um hernaðar- og utanríkismál Bandaríkjanna. Dómurinn sé aðför að upplýsinga- og tjáningafrelsi einstakalinga.

Skólarnir hefjast í dag

Umþaðbil 40 þúsund börn hefja skólagöngu í dag þegar grunnskólarnir verða settir og hefst kennsla á morgun. Fjöldi barna mun þá stíga sín fyrstu skref í umferðinni og vill Samgöngustofa brýna fyrir fólki að kenna börnum á umferðina og bendir á að barn, sem er að byrja í skóla, hafi ekki þroska eða reynslu til að átta sig á því sem skiptir máli að gefa gaum í uimferðinni.

Byggðastofnun græðir á fyrirhuguðum kvóta

Rúmlega milljarða lán Byggðastofnunar er með veð sem varð verðlaust þegar úthafsrækjuveiðar voru gefnar frjálsar. Áform nýs ráðherra glæða vonir um heimtur.

Leikskólamálið ekki á borði lögreglunnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki fengið tilkynningu um meint ofbeldi á leikskólanum 101 á Bræðraborgarstíg inn á sitt borð. Málið er í könnun hjá Barnaverndarnefnd en þar fást þau svör að málið verði kannað til hlítar, svo verður málinu hugsanlega vísað áfram til lögreglu. Það er þó ekki víst að málið rati þá leið að lokum.

Vantreysta þingi út af skítkasti

Tæplega 80% svarenda í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á trausti til Alþingis segjast vantreysta þingi vegna samskiptamáta þingmanna.

Fundar um Fukushima-slysið

Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins, hefur þegið boð Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) um að vera forseti alþjóðlegs fundar um geislavarnir eftir kjarnorkuslysið í Fukushima.

Heppinn Dani vann 1,3 milljarða

Hann var heppinn Daninn sem hlaut fyrsta vinning í Víkingalottóinu í kvöld því hann fær rúmlega 1,3 milljarða íslenskra króna að launum. Íslenski bónusvinningurinn gekk ekki út og ekki heldur fyrsti vinningurinn í Jókernum. Einn Íslendingur hlaut þó annan vinning í Jókernum og fær hann 100 þúsund krónur í sinn hlut.

Bradley Manning: "Þetta verður allt í lagi“

David Coombs, verjandi Bradley Manning, sagði á blaðamannafundi nú fyrir stundu að næstu skref í málinu væri að leita til Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, og fara fram á að forsetinn náði Manning eða stytti dóminn í þrjú ár, sem hann hefur þegar setið inni.

Kópavogur hækkar styrki til barna

Kópavogsbær hefur hækkað styrki til niðurgreiðslu gjalda vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna og unglinga þar í bæ.

Sæbraut opin á ný

Seinfært var um Sæbraut frá Holtavegi að Elliðaárbrú til suðurs.

Skógræktin neitar hjólhýsaeigendum um rafmagn

Landið sem hjólhýsin eru á eru í eigu ríkisins og bendir Eysteinn á að í öðrum hjólahýsabyggðum til dæmis á Laugavatni og á Flúðum sé rafmagn í boði í fyrir húsin. Á Laugavatni sé jafnframt nánast bannað að nota gas. Þar eru hjólhýsabyggðirnar í eigu sveitarfélaganna.

Mál Pistoriusar tekur á sig skýrari mynd

Í byrjun vikunnar var Oscar Pistorius formlega ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hér má sjá skýringarmyndir af atburðarásinni í febrúar, þegar unnusta hans lét lífið.

„Skelfilegur dómur“

„Skelfileg niðurstaða fyrir þennan unga mann sem gerði ekki annað en hlýða sinni samvisku,“ segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, um fangelsisdóminn yfir Bradley Manning.

Rigning og rok á Menningarnótt

Það gæti orðið nokkuð blautt framan af um það leyti sem Reykjavíkurmaraþonið fer fram og líklega verður einhver gola. Hlauparar ættu því að huga að hentugum fatnaði fyrir hlaupið.

Burðavirki Elliðaárbrúar risin

„Hjólreiðamenningin mun batna mikið með tilkomu þessara nýju brúa yfir Elliðaárósana,“ segir upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg.

Sjá næstu 50 fréttir