Stálu 4,5 tonnum af smápeningum úr stöðumælum Finnur Thorlacius skrifar 21. ágúst 2013 14:45 Annar þjófurinn staðinn að verki með fullan poka af smápeningum Á tíu árum tókst tveimur starfsmönnum við stöðumælaviðgerðir í bandarísku borginni Buffalo í New York fylki að stela andvirði 200.000 dollara í 25 senta smápeningum. Það þýðir að þeir þurftu að komast yfir 800.000 smápeninga úr stöðumælunum sem vega alls 4,54 tonn. Andvirðið nemur um 24 milljónum króna. Þjófarnir stálu peningunum einungis úr eldri gerð stöðumæla en annað starfsfólk bílastæðasjóðsins þar í borg hafði tekið eftir að tekjur af nýrri gerðum mælanna voru umtalsvert meiri en þeirra eldri. Varð það til þess að rannsókn var hafin á misræminu sem leiddi til þess að þjófarnir voru gómaðir glóðvolgir. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent
Á tíu árum tókst tveimur starfsmönnum við stöðumælaviðgerðir í bandarísku borginni Buffalo í New York fylki að stela andvirði 200.000 dollara í 25 senta smápeningum. Það þýðir að þeir þurftu að komast yfir 800.000 smápeninga úr stöðumælunum sem vega alls 4,54 tonn. Andvirðið nemur um 24 milljónum króna. Þjófarnir stálu peningunum einungis úr eldri gerð stöðumæla en annað starfsfólk bílastæðasjóðsins þar í borg hafði tekið eftir að tekjur af nýrri gerðum mælanna voru umtalsvert meiri en þeirra eldri. Varð það til þess að rannsókn var hafin á misræminu sem leiddi til þess að þjófarnir voru gómaðir glóðvolgir.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent