Innlent

Framkvæmdir á Frakkastíg hafnar

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Frakkastígur kemur til með að verða betri og öruggari eftir endurbætur.
Frakkastígur kemur til með að verða betri og öruggari eftir endurbætur. mynd/365




Framkvæmdir við endurbætur á Frakkastíg í Reykjavík, hófust í dag. Þar á að endurnýja allt yfirborð götunnar og gangstétta, jafnframt verða úr sér gengnar lagnir endurnýjaðar.

Við þessar breytingar á öryggi vegfarenda að batna. Snjóbræðsla verður sett í gönguleiðir, götu og hjólrein sem verður vestan megin götunnar. Gatnamót verða steinlögð og upphækkuð. Hámarkshraði við götuna verður áfram 30 km/klst.

Framkvæmdunum verður áfangaskipt. Nú í ágúst verður eingöngu unnið á kaflanum milli Njálsgötu og Bergþórugötu.

Í september verða gatnamót Bergþórugötu og Frakkastígs tekin í gegn og að lokum verður unnið á kaflanum fyrir ofan Bergþórugötu upp að Skólavörðuholti.

Vegna framkvæmdanna í ágúst verður Kárastíg tímabundið breytt í tvístefnugötu, en lokað er frá Kárastíg út á Frakkastíg.

Áætluð verklok eru í nóvember.

Verkkaupar eru Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur og Míla ehf.Með verkumsjón og verkið fara skrifstofa framkvæmda og viðhalds á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.

Verkið var hannað af Mannviti og ARKÍS arkitektum. Verktaki er Grafa og grjót ehf. og framkvæmdaeftirlit er á hendi  HNIT verkfræðistofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×