„Heimalærdómur barna gagnslaus og jafnvel skaðlegur“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. ágúst 2013 14:48 Sigurður Hólm Gunnarsson iðjuþjálfi (t.v.) og Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. „Heimalærdómur barna er gagnslaus og jafnvel skaðlegur.“ Þetta fullyrðir bloggarinn og iðjuþjálfinn Sigurður Hólm Gunnarsson í færslu sem hann birtir í dag. Hann telur íþyngjandi heimalærdóm búa til neikvæða tengingu við skóla og nám hjá grunnskólabörnum, og gengur svo langt að hvetja til þess að skólatöskum sé hent. „Ég setti fyrirsögnina fram svolítið ögrandi viljandi til að fá umræðuna,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Eflaust er heimanám gott í einhverjum tilfellum en ég velti því fyrir mér hvort árangurinn sé nægilega mikill til að það borgi sig.“ Sigurður segir heimalærdóminn geta valdið togstreitu heima fyrir og mismuni börnum eftir því hvar foreldrar eru staddir. Þeir geti verið þreyttir, með andleg eða líkamleg veikindi, eða hreinlega ekki góðir námsmenn sjálfir. „Það er hlutverk menntastofnana að útbúa umhverfi þar sem börn geta lært og ég veit að sumir skólar eru með sérstök námsver þar sem krakkar geta lært það sem venjulega er í heimavinnunni. En þetta er langur vinnudagur og krakkarnir oft jafn lengi í skólanum og foreldrar í vinnunni. Það er svolítið skrýtið finnst mér að senda börn heim með mikinn heimalærdóm eftir 8 eða 9 tíma vinnudag í skólanum.“Treysta sér ekki til að hjálpa „Það eru skiptar skoðanir um þetta eins og margt annað,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. „Mörgum finnst þetta vera um of á meðan öðrum finnst þetta nauðsynlegt. Svo fer þetta eftir aldri barna, námsgreinum og öðru.“ Ólafur kannast við að sumir foreldrar treysti sér illa til að hjálpa börnum sínum við heimanámið og hafi jafnvel óskað eftir hjálp við að veita hjálp. „Stundum eru verkefnin orðin svo snúin og svo er ætlast til þess að þú, kannski tuttugu árum eftir að þú útskrifaðist úr skóla, kunnir þetta allt saman.“ En hefur komið til tals að endurskoða hlutfall milli heimanáms og þeirrar vinnu sem fram fer í kennslustundum? „Ég held að menn séu bara ekkert að vinna út frá neinu hlutfalli. Menn eru bara með sína kennsluáætlun og það er til áætlun um það hvaða námsefni á að komast yfir á hvaða tíma. Það er svo samstarf kennara, foreldra og nemanda að komast yfir það efni. Þeir sem standa best þurfa stundum minni heimavinnu en hinir þannig að þetta er ekkert reiknað í prósentum eða hlutföllum. En við þekkjum alveg og heyrum alveg af kennurum sem vilja ekki hafa neinn heimalærdóm.“ Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
„Heimalærdómur barna er gagnslaus og jafnvel skaðlegur.“ Þetta fullyrðir bloggarinn og iðjuþjálfinn Sigurður Hólm Gunnarsson í færslu sem hann birtir í dag. Hann telur íþyngjandi heimalærdóm búa til neikvæða tengingu við skóla og nám hjá grunnskólabörnum, og gengur svo langt að hvetja til þess að skólatöskum sé hent. „Ég setti fyrirsögnina fram svolítið ögrandi viljandi til að fá umræðuna,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Eflaust er heimanám gott í einhverjum tilfellum en ég velti því fyrir mér hvort árangurinn sé nægilega mikill til að það borgi sig.“ Sigurður segir heimalærdóminn geta valdið togstreitu heima fyrir og mismuni börnum eftir því hvar foreldrar eru staddir. Þeir geti verið þreyttir, með andleg eða líkamleg veikindi, eða hreinlega ekki góðir námsmenn sjálfir. „Það er hlutverk menntastofnana að útbúa umhverfi þar sem börn geta lært og ég veit að sumir skólar eru með sérstök námsver þar sem krakkar geta lært það sem venjulega er í heimavinnunni. En þetta er langur vinnudagur og krakkarnir oft jafn lengi í skólanum og foreldrar í vinnunni. Það er svolítið skrýtið finnst mér að senda börn heim með mikinn heimalærdóm eftir 8 eða 9 tíma vinnudag í skólanum.“Treysta sér ekki til að hjálpa „Það eru skiptar skoðanir um þetta eins og margt annað,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. „Mörgum finnst þetta vera um of á meðan öðrum finnst þetta nauðsynlegt. Svo fer þetta eftir aldri barna, námsgreinum og öðru.“ Ólafur kannast við að sumir foreldrar treysti sér illa til að hjálpa börnum sínum við heimanámið og hafi jafnvel óskað eftir hjálp við að veita hjálp. „Stundum eru verkefnin orðin svo snúin og svo er ætlast til þess að þú, kannski tuttugu árum eftir að þú útskrifaðist úr skóla, kunnir þetta allt saman.“ En hefur komið til tals að endurskoða hlutfall milli heimanáms og þeirrar vinnu sem fram fer í kennslustundum? „Ég held að menn séu bara ekkert að vinna út frá neinu hlutfalli. Menn eru bara með sína kennsluáætlun og það er til áætlun um það hvaða námsefni á að komast yfir á hvaða tíma. Það er svo samstarf kennara, foreldra og nemanda að komast yfir það efni. Þeir sem standa best þurfa stundum minni heimavinnu en hinir þannig að þetta er ekkert reiknað í prósentum eða hlutföllum. En við þekkjum alveg og heyrum alveg af kennurum sem vilja ekki hafa neinn heimalærdóm.“
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira