Vigdís: "Ekki halda þessu áfram með þessum hætti“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. ágúst 2013 20:12 Forsætisráðherra tjáir sig ekki um ummæli Vigdísar Hauksdóttir, formanns fjárlaganefndar, um fréttastofu RÚV. Vigdís vísar því á bug að ummæli hennar skaði trúverðugleika hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Ummæli Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, í Bítinu á Bylgjunni um málefni Ríkisútvarpsins og fréttastofu RÚV hafa vakið mikla athygli. Orðrétt sagði Vigdís í þættinum: „Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi. Það liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV, sérstaklega þegar þeir standa sig ekki betur en þetta í fréttaflutningi. (leturbr. blm.) Og ég er ekki að tala um mig persónulega heldur almennt hvernig þeir beita sér í almennum fréttaflutningi og eru hlynntir ákveðinni stefnu í landinu.“ Páll Magnússon útvarpsstjóri sagði í hádegisfréttum okkar að hann teldi að þessi ummæli hafi verið sett fram í fljótfærni. Spurningin sem blasir við er þessi: Mun vera Vigdísar Hauksdóttur í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar og í fjárlaganefnd Alþingis skaða þá miklivægu fjárlaga- og hagræðingarvinnu sem er framundan í rekstri ríkissjóðs? Því hefur verið haldið fram að hún þurfi að víkja úr hagræðingarhópnum eftir þessa framgöngu. Vigdís segir sjálf að í ummælum sínum hafi ekki falist hótun um niðurskurð hjá Ríkisútvarpinu vegna fréttaflutnings sem henni er ekki þóknanlegur.Þessi ummæli þín, eru þau ekki til þess fallin að skaða trúverðugleika vinnu hagræðingarhópsins? „Ég tel svo alls ekki vera því ef að fólk hlustar á viðtalið allt þá kemur það fram á einum stað í viðtalinu að ég sé ekki að snúa þessu að mér persónulega heldur er þetta mín almenna skoðun,“ segir Vigdís.„Þetta samtal þróaðist með þessum hætti“Með því að segja að það þurfi að skera niður hjá Ríkisútvarpinu af því að fréttaflutningurinn er lélegur er það ekki eins og að segja að það þurfi að skera niður hjá Þjóðleikhúsinu af því síðasta frumsýning heppnaðist illa? „Ekki halda þessu áfram með þessum hætti. Ég er búinn að útskýra mál mitt. Þetta er bara þannig að það liggur allur ríkisreksturinn undir starfi þessarar nefndar. Það er samkvæmt okkar erindisbréfi. Þetta samtal þróaðist með þessum hætti í gær svo vitum við hvað gerðist í gærdag varðandi það sem fór inn á netið og annað. Þannig að það liggur allt undir."Þú heldur ekki að niðurskurður hjá RÚV verði gerður tortryggilegur úr þessu? „Nei, að sjálfsögðu ekki." Okkur lék forvitni á að vita hvort forsætisráðherra, samflokksmaður Vigdísar og formaður Framsóknarflokksins, væri sammála Vigdísi. Okkur var hins vegar sagt í forsætisráðuneytinu að ráðherrann myndi ekki tjá sig um ummælin í bili. Sjálf segir Vigdís að enginn í þingflokki Framsóknar hafi gert athugasemdir við ummæli hennar um RÚV. „Nei, enginn,“ segir hún. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Forsætisráðherra tjáir sig ekki um ummæli Vigdísar Hauksdóttir, formanns fjárlaganefndar, um fréttastofu RÚV. Vigdís vísar því á bug að ummæli hennar skaði trúverðugleika hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Ummæli Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, í Bítinu á Bylgjunni um málefni Ríkisútvarpsins og fréttastofu RÚV hafa vakið mikla athygli. Orðrétt sagði Vigdís í þættinum: „Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi. Það liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV, sérstaklega þegar þeir standa sig ekki betur en þetta í fréttaflutningi. (leturbr. blm.) Og ég er ekki að tala um mig persónulega heldur almennt hvernig þeir beita sér í almennum fréttaflutningi og eru hlynntir ákveðinni stefnu í landinu.“ Páll Magnússon útvarpsstjóri sagði í hádegisfréttum okkar að hann teldi að þessi ummæli hafi verið sett fram í fljótfærni. Spurningin sem blasir við er þessi: Mun vera Vigdísar Hauksdóttur í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar og í fjárlaganefnd Alþingis skaða þá miklivægu fjárlaga- og hagræðingarvinnu sem er framundan í rekstri ríkissjóðs? Því hefur verið haldið fram að hún þurfi að víkja úr hagræðingarhópnum eftir þessa framgöngu. Vigdís segir sjálf að í ummælum sínum hafi ekki falist hótun um niðurskurð hjá Ríkisútvarpinu vegna fréttaflutnings sem henni er ekki þóknanlegur.Þessi ummæli þín, eru þau ekki til þess fallin að skaða trúverðugleika vinnu hagræðingarhópsins? „Ég tel svo alls ekki vera því ef að fólk hlustar á viðtalið allt þá kemur það fram á einum stað í viðtalinu að ég sé ekki að snúa þessu að mér persónulega heldur er þetta mín almenna skoðun,“ segir Vigdís.„Þetta samtal þróaðist með þessum hætti“Með því að segja að það þurfi að skera niður hjá Ríkisútvarpinu af því að fréttaflutningurinn er lélegur er það ekki eins og að segja að það þurfi að skera niður hjá Þjóðleikhúsinu af því síðasta frumsýning heppnaðist illa? „Ekki halda þessu áfram með þessum hætti. Ég er búinn að útskýra mál mitt. Þetta er bara þannig að það liggur allur ríkisreksturinn undir starfi þessarar nefndar. Það er samkvæmt okkar erindisbréfi. Þetta samtal þróaðist með þessum hætti í gær svo vitum við hvað gerðist í gærdag varðandi það sem fór inn á netið og annað. Þannig að það liggur allt undir."Þú heldur ekki að niðurskurður hjá RÚV verði gerður tortryggilegur úr þessu? „Nei, að sjálfsögðu ekki." Okkur lék forvitni á að vita hvort forsætisráðherra, samflokksmaður Vigdísar og formaður Framsóknarflokksins, væri sammála Vigdísi. Okkur var hins vegar sagt í forsætisráðuneytinu að ráðherrann myndi ekki tjá sig um ummælin í bili. Sjálf segir Vigdís að enginn í þingflokki Framsóknar hafi gert athugasemdir við ummæli hennar um RÚV. „Nei, enginn,“ segir hún.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira