Innlent

Björt framtíð með Framsókn í flokkahópi miðjumanna

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Róbert Marshall alþingismaður er fulltrúi Bjartrar framtiðar í Norðurlandaráði.
Róbert Marshall alþingismaður er fulltrúi Bjartrar framtiðar í Norðurlandaráði. Mynd/GVA
Björt framtíð fékk í dag aðild að flokkahópi miðjumanna í Norðurlandaráði. Aðeins einn annar íslenskur flokkur, Framsóknarflokkurinn, á aðild að flokkahópnum.

Í gær og í dag fór fram, á Reykjavík Hilton, sumarfundur Flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði og var flokkahópurinn einróma um að veita Bjartri framtíð aðild að hópnum.

Fulltrúi Bjartrar framtíðar í Norðurlandaráði, Róbert Marshall, verður fulltrúi í menningar- og menningarmálanefnd Norðurlandaráðs.

Í flokkahópi miðjumanna í Norðurlandaráði sitja fulltrúar og varafulltrúar Norðurlandanna ásamt fulltrúum Færeyja, Grænlands og Álandseyja, sem tilheyra 24 frjálslyndum miðjuflokkum, grænum og kristilegum demókrötum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×