Innlent

Tekist á um grasslátt í borginni

Valur Grettisson skrifar
Gísli Marteinn Baldursson segir viðunandi ekki nóg.
Gísli Marteinn Baldursson segir viðunandi ekki nóg.
Hart var tekist á um grasslátt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í gær.

Sjálfstæðismenn bókuðu meðal annars að „öllum borgarbúum væri ljóst að sleifarlag hefur verið við grasslátt og almenna umhirðu borgarlandsins í sumar“.

Þessu svaraði meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar – auk borgarfulltrúa Vinstri grænna – að ástandið væri vel viðunandi. Þá bæta þau við að frekari umhirða yrði kostnaðarsöm og að slíkt kæmi niður á brýnni verkefnum.

„Okkur finnst að ástandið eigi að vera meira en viðunandi,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

„Og auðvitað skiljum við vel að það sé verið að spara en þessu er illa sinnt,“ segir Gísli og bætir við: „Menn eiga að hafa meiri metnað en að hafa borgina viðunandi. Ég tek því undir með því sem Besti flokkurinn sagði fyrir síðustu kosningar; að þeir sætti sig aðeins við það besta. Það á líka við um grassláttinn. “ -vg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×