Innlent

Aukin verkefni lögreglu tengd erlendum ríkisborgurum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Þegar talað er um verkefni er ekki átt við afbrot heldur skylduverkefni og aðstoð sem lögregla veitir, til dæmis vegna slysa og leitar af fólki.
Þegar talað er um verkefni er ekki átt við afbrot heldur skylduverkefni og aðstoð sem lögregla veitir, til dæmis vegna slysa og leitar af fólki. mynd/vilhelm
Stöðug aukning hefur verið á verkefnum lögreglu tengdu fólki með erlent ríkisfang síðustu þrjú árin. Þetta kemur fram í Afbrotatíðindum Ríkislögreglustjóra.

Þegar talað er um verkefni er ekki átt við afbrot heldur skylduverkefni og aðstoð sem lögregla veitir, til dæmis vegna slysa og leitar af fólki.

Erlendur ríkisborgari getur verið búsettur hér á landi tímabundið en ekki haft íslenskt ríkisfang eða verið ferðamaður hér á landi.

Aukning hefur verið á verkefnum tengdum fólki með erlent ríkisfang allt árið um kring en ekki verið bundin við sumartímann. Í heildina hafa verkefnin aukist um 10 til 12 prósent á ári frá 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×