Segir pólitískar skoðanir hafa ráðið för við skipun í nýja sérfræðingahópa Lovísa Eiríksdóttir skrifar 17. ágúst 2013 06:00 Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkana gagnrýna að ekki hafi verið haft samráð við stjórnarandstöðu né háskólasamfélag við skipun í nýja sérfræðihópa. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er harðorður í garð nýrra sérfræðingahópa sem skipaðir voru af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í gær. Á Facebook-síðu sinni, segir Árni Páll meðal annars, að sumir nefndarmannanna virðist sérvaldir í hópinn vegna skoðana sinna frekar en sérfræðiþekkingar. „Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra, ef ætlunin er að skoða mál með opnum huga.“ Árni Páll vekur athygli á því að ríkisstjórnarflokkarnir hafi skipað sérfræðihópa án aðkomu háskólasamfélagsins, vinnumarkaðar og stjórnarandstöðuflokka, en hafi þó sjálfir gagnrýnt fyrri stjórnarflokka fyrir skort á samráði og virðingu fyrir háskólasamfélaginu.Forsætisráðherra vongóður um raunhæfar tillögurSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skipaði í gær fjórtán sérfræðinga í tvo hópa sem eiga að takast á við skuldavanda heimilanna. Annar hópurinn fær það verkefni að skila tillögum um mögulega höfuðstólsleiðréttingu á húsnæðislánum og fara yfir kosti og galla við að stofna svokallaðan leiðréttingarsjóð sem á að nýta í niðurfellingu lána. Hinn hópurinn á að fara yfir hvernig megi afnema verðtryggingu á neytendalánum. Hóparnir eiga að skila af sér tillögum í nóvember og segist forsætisráðherra, í fréttum Stöðvar 2 í gær, vera vongóður um að raunhæfar tillögur fáist innan tólf vikna. „Undanfarnar vikur og mánuðir hafa verið nýttir til undirbúnings. Það liggja fyrir tugir blaðsíðna af útreikningum, gögnum og hugmyndum sem munu nýtast þessum hópum vel,“ segir Sigmundur, en þar er hann meðal annars að vitna í útreikninga Sigurðar Hannessonar, sem er formaður hóps um skuldaleiðréttingu.Ingibjög Ingvadóttir, formaður sérfræðihóps um afnám verðtryggingar á neytendalánum.Ingibjörg Ingvadóttir, formaður hóps um afnám verðtryggingar, er spennt fyrir að takast á við nýtt verkefni en segir jafnframt að viðfangsefnið sé stórt og flókið. „Hópurinn ætlar nú að einhenda sér í að vinna verkefnið rösklega og hella sér í það að afla sér frekari upplýsinga en einnig að fara yfir efni sem nú þegar er tilbúið.“Katrínu Jakobsdóttur þykja vinnubrögðin miðurKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur undir með Árna Páli og þykir miður að ekki hafi verið haft samráð við stjórnarandstöðuflokkana við skipan í hópana. „Ég hefði viljað að það hefði verið haft samráð við alla flokka á þingi um val á einstaklingum, sem var búið að boða, til að mynda í stjórnarsáttmálanum.“Sigurður Hannesson.Sérfræðingar í hópunumSigurður Hannesson, formaður sérfræðihóps um skuldaleiðréttingu er doktor í stærðfræði frá Oxford-háskóla. Hann er jafnframt vinur og ráðgjafi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og hefur komið að útreikningum um skuldaleiðréttingu heimilanna. Aðrir í hópnum eru: Dr. Arnar Bjarnason hagfræðingur Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttirm, héraðsdómslögmaður Lilja Alfreðsdóttir, alþjóðahagfræðingur Sigrún Ólafsdóttir, alþjóðaviðskiptafræðingur í forsætisráðuneytinu Sigurður Guðmundsson skipulagsfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Ingibjörg Ingvadóttir, formaður hóps um afnám verðtrygginar, er héraðsdómslögmaður og lektor við Háskólann á Bifröst. Einnig situr hún í bankaráði Seðlabanka Íslands sem fulltrúi Framsóknarflokksins. Aðrir hópnum eru: Hafdís Ólafsdóttir lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Iða Brá Benediktsdóttir viðskiptafræðingur. Sigrún Ólafsdóttir alþjóðaviðskiptafræðingur í forsætisráðuneytinu. Tómas Brynjólfsson hagfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Valdimar Ármann hagfræðingur og fjármálaverkfræðingur. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er harðorður í garð nýrra sérfræðingahópa sem skipaðir voru af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í gær. Á Facebook-síðu sinni, segir Árni Páll meðal annars, að sumir nefndarmannanna virðist sérvaldir í hópinn vegna skoðana sinna frekar en sérfræðiþekkingar. „Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra, ef ætlunin er að skoða mál með opnum huga.“ Árni Páll vekur athygli á því að ríkisstjórnarflokkarnir hafi skipað sérfræðihópa án aðkomu háskólasamfélagsins, vinnumarkaðar og stjórnarandstöðuflokka, en hafi þó sjálfir gagnrýnt fyrri stjórnarflokka fyrir skort á samráði og virðingu fyrir háskólasamfélaginu.Forsætisráðherra vongóður um raunhæfar tillögurSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skipaði í gær fjórtán sérfræðinga í tvo hópa sem eiga að takast á við skuldavanda heimilanna. Annar hópurinn fær það verkefni að skila tillögum um mögulega höfuðstólsleiðréttingu á húsnæðislánum og fara yfir kosti og galla við að stofna svokallaðan leiðréttingarsjóð sem á að nýta í niðurfellingu lána. Hinn hópurinn á að fara yfir hvernig megi afnema verðtryggingu á neytendalánum. Hóparnir eiga að skila af sér tillögum í nóvember og segist forsætisráðherra, í fréttum Stöðvar 2 í gær, vera vongóður um að raunhæfar tillögur fáist innan tólf vikna. „Undanfarnar vikur og mánuðir hafa verið nýttir til undirbúnings. Það liggja fyrir tugir blaðsíðna af útreikningum, gögnum og hugmyndum sem munu nýtast þessum hópum vel,“ segir Sigmundur, en þar er hann meðal annars að vitna í útreikninga Sigurðar Hannessonar, sem er formaður hóps um skuldaleiðréttingu.Ingibjög Ingvadóttir, formaður sérfræðihóps um afnám verðtryggingar á neytendalánum.Ingibjörg Ingvadóttir, formaður hóps um afnám verðtryggingar, er spennt fyrir að takast á við nýtt verkefni en segir jafnframt að viðfangsefnið sé stórt og flókið. „Hópurinn ætlar nú að einhenda sér í að vinna verkefnið rösklega og hella sér í það að afla sér frekari upplýsinga en einnig að fara yfir efni sem nú þegar er tilbúið.“Katrínu Jakobsdóttur þykja vinnubrögðin miðurKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur undir með Árna Páli og þykir miður að ekki hafi verið haft samráð við stjórnarandstöðuflokkana við skipan í hópana. „Ég hefði viljað að það hefði verið haft samráð við alla flokka á þingi um val á einstaklingum, sem var búið að boða, til að mynda í stjórnarsáttmálanum.“Sigurður Hannesson.Sérfræðingar í hópunumSigurður Hannesson, formaður sérfræðihóps um skuldaleiðréttingu er doktor í stærðfræði frá Oxford-háskóla. Hann er jafnframt vinur og ráðgjafi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og hefur komið að útreikningum um skuldaleiðréttingu heimilanna. Aðrir í hópnum eru: Dr. Arnar Bjarnason hagfræðingur Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttirm, héraðsdómslögmaður Lilja Alfreðsdóttir, alþjóðahagfræðingur Sigrún Ólafsdóttir, alþjóðaviðskiptafræðingur í forsætisráðuneytinu Sigurður Guðmundsson skipulagsfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Ingibjörg Ingvadóttir, formaður hóps um afnám verðtrygginar, er héraðsdómslögmaður og lektor við Háskólann á Bifröst. Einnig situr hún í bankaráði Seðlabanka Íslands sem fulltrúi Framsóknarflokksins. Aðrir hópnum eru: Hafdís Ólafsdóttir lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Iða Brá Benediktsdóttir viðskiptafræðingur. Sigrún Ólafsdóttir alþjóðaviðskiptafræðingur í forsætisráðuneytinu. Tómas Brynjólfsson hagfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Valdimar Ármann hagfræðingur og fjármálaverkfræðingur. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira