Segir pólitískar skoðanir hafa ráðið för við skipun í nýja sérfræðingahópa Lovísa Eiríksdóttir skrifar 17. ágúst 2013 06:00 Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkana gagnrýna að ekki hafi verið haft samráð við stjórnarandstöðu né háskólasamfélag við skipun í nýja sérfræðihópa. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er harðorður í garð nýrra sérfræðingahópa sem skipaðir voru af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í gær. Á Facebook-síðu sinni, segir Árni Páll meðal annars, að sumir nefndarmannanna virðist sérvaldir í hópinn vegna skoðana sinna frekar en sérfræðiþekkingar. „Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra, ef ætlunin er að skoða mál með opnum huga.“ Árni Páll vekur athygli á því að ríkisstjórnarflokkarnir hafi skipað sérfræðihópa án aðkomu háskólasamfélagsins, vinnumarkaðar og stjórnarandstöðuflokka, en hafi þó sjálfir gagnrýnt fyrri stjórnarflokka fyrir skort á samráði og virðingu fyrir háskólasamfélaginu.Forsætisráðherra vongóður um raunhæfar tillögurSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skipaði í gær fjórtán sérfræðinga í tvo hópa sem eiga að takast á við skuldavanda heimilanna. Annar hópurinn fær það verkefni að skila tillögum um mögulega höfuðstólsleiðréttingu á húsnæðislánum og fara yfir kosti og galla við að stofna svokallaðan leiðréttingarsjóð sem á að nýta í niðurfellingu lána. Hinn hópurinn á að fara yfir hvernig megi afnema verðtryggingu á neytendalánum. Hóparnir eiga að skila af sér tillögum í nóvember og segist forsætisráðherra, í fréttum Stöðvar 2 í gær, vera vongóður um að raunhæfar tillögur fáist innan tólf vikna. „Undanfarnar vikur og mánuðir hafa verið nýttir til undirbúnings. Það liggja fyrir tugir blaðsíðna af útreikningum, gögnum og hugmyndum sem munu nýtast þessum hópum vel,“ segir Sigmundur, en þar er hann meðal annars að vitna í útreikninga Sigurðar Hannessonar, sem er formaður hóps um skuldaleiðréttingu.Ingibjög Ingvadóttir, formaður sérfræðihóps um afnám verðtryggingar á neytendalánum.Ingibjörg Ingvadóttir, formaður hóps um afnám verðtryggingar, er spennt fyrir að takast á við nýtt verkefni en segir jafnframt að viðfangsefnið sé stórt og flókið. „Hópurinn ætlar nú að einhenda sér í að vinna verkefnið rösklega og hella sér í það að afla sér frekari upplýsinga en einnig að fara yfir efni sem nú þegar er tilbúið.“Katrínu Jakobsdóttur þykja vinnubrögðin miðurKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur undir með Árna Páli og þykir miður að ekki hafi verið haft samráð við stjórnarandstöðuflokkana við skipan í hópana. „Ég hefði viljað að það hefði verið haft samráð við alla flokka á þingi um val á einstaklingum, sem var búið að boða, til að mynda í stjórnarsáttmálanum.“Sigurður Hannesson.Sérfræðingar í hópunumSigurður Hannesson, formaður sérfræðihóps um skuldaleiðréttingu er doktor í stærðfræði frá Oxford-háskóla. Hann er jafnframt vinur og ráðgjafi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og hefur komið að útreikningum um skuldaleiðréttingu heimilanna. Aðrir í hópnum eru: Dr. Arnar Bjarnason hagfræðingur Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttirm, héraðsdómslögmaður Lilja Alfreðsdóttir, alþjóðahagfræðingur Sigrún Ólafsdóttir, alþjóðaviðskiptafræðingur í forsætisráðuneytinu Sigurður Guðmundsson skipulagsfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Ingibjörg Ingvadóttir, formaður hóps um afnám verðtrygginar, er héraðsdómslögmaður og lektor við Háskólann á Bifröst. Einnig situr hún í bankaráði Seðlabanka Íslands sem fulltrúi Framsóknarflokksins. Aðrir hópnum eru: Hafdís Ólafsdóttir lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Iða Brá Benediktsdóttir viðskiptafræðingur. Sigrún Ólafsdóttir alþjóðaviðskiptafræðingur í forsætisráðuneytinu. Tómas Brynjólfsson hagfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Valdimar Ármann hagfræðingur og fjármálaverkfræðingur. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er harðorður í garð nýrra sérfræðingahópa sem skipaðir voru af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í gær. Á Facebook-síðu sinni, segir Árni Páll meðal annars, að sumir nefndarmannanna virðist sérvaldir í hópinn vegna skoðana sinna frekar en sérfræðiþekkingar. „Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra, ef ætlunin er að skoða mál með opnum huga.“ Árni Páll vekur athygli á því að ríkisstjórnarflokkarnir hafi skipað sérfræðihópa án aðkomu háskólasamfélagsins, vinnumarkaðar og stjórnarandstöðuflokka, en hafi þó sjálfir gagnrýnt fyrri stjórnarflokka fyrir skort á samráði og virðingu fyrir háskólasamfélaginu.Forsætisráðherra vongóður um raunhæfar tillögurSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skipaði í gær fjórtán sérfræðinga í tvo hópa sem eiga að takast á við skuldavanda heimilanna. Annar hópurinn fær það verkefni að skila tillögum um mögulega höfuðstólsleiðréttingu á húsnæðislánum og fara yfir kosti og galla við að stofna svokallaðan leiðréttingarsjóð sem á að nýta í niðurfellingu lána. Hinn hópurinn á að fara yfir hvernig megi afnema verðtryggingu á neytendalánum. Hóparnir eiga að skila af sér tillögum í nóvember og segist forsætisráðherra, í fréttum Stöðvar 2 í gær, vera vongóður um að raunhæfar tillögur fáist innan tólf vikna. „Undanfarnar vikur og mánuðir hafa verið nýttir til undirbúnings. Það liggja fyrir tugir blaðsíðna af útreikningum, gögnum og hugmyndum sem munu nýtast þessum hópum vel,“ segir Sigmundur, en þar er hann meðal annars að vitna í útreikninga Sigurðar Hannessonar, sem er formaður hóps um skuldaleiðréttingu.Ingibjög Ingvadóttir, formaður sérfræðihóps um afnám verðtryggingar á neytendalánum.Ingibjörg Ingvadóttir, formaður hóps um afnám verðtryggingar, er spennt fyrir að takast á við nýtt verkefni en segir jafnframt að viðfangsefnið sé stórt og flókið. „Hópurinn ætlar nú að einhenda sér í að vinna verkefnið rösklega og hella sér í það að afla sér frekari upplýsinga en einnig að fara yfir efni sem nú þegar er tilbúið.“Katrínu Jakobsdóttur þykja vinnubrögðin miðurKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur undir með Árna Páli og þykir miður að ekki hafi verið haft samráð við stjórnarandstöðuflokkana við skipan í hópana. „Ég hefði viljað að það hefði verið haft samráð við alla flokka á þingi um val á einstaklingum, sem var búið að boða, til að mynda í stjórnarsáttmálanum.“Sigurður Hannesson.Sérfræðingar í hópunumSigurður Hannesson, formaður sérfræðihóps um skuldaleiðréttingu er doktor í stærðfræði frá Oxford-háskóla. Hann er jafnframt vinur og ráðgjafi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og hefur komið að útreikningum um skuldaleiðréttingu heimilanna. Aðrir í hópnum eru: Dr. Arnar Bjarnason hagfræðingur Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttirm, héraðsdómslögmaður Lilja Alfreðsdóttir, alþjóðahagfræðingur Sigrún Ólafsdóttir, alþjóðaviðskiptafræðingur í forsætisráðuneytinu Sigurður Guðmundsson skipulagsfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Ingibjörg Ingvadóttir, formaður hóps um afnám verðtrygginar, er héraðsdómslögmaður og lektor við Háskólann á Bifröst. Einnig situr hún í bankaráði Seðlabanka Íslands sem fulltrúi Framsóknarflokksins. Aðrir hópnum eru: Hafdís Ólafsdóttir lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Iða Brá Benediktsdóttir viðskiptafræðingur. Sigrún Ólafsdóttir alþjóðaviðskiptafræðingur í forsætisráðuneytinu. Tómas Brynjólfsson hagfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Valdimar Ármann hagfræðingur og fjármálaverkfræðingur. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira