Námið mæti þörfum atvinnulífs á Íslandi Þorgils Jónsson skrifar 16. ágúst 2013 07:00 Alls eru 1.300 nýnemar skráðir í nám í Háskólanum í Reykjavík þetta haustið, sem er það mesta frá upphafi. Flestir nýnemar eru skráðir í tölvunarfræðideild, alls 401, en þeim fjölgar um fimmtán prósent milli ára samanborið við 352 í fyrra. Rektor segir að um ánægjulega þróun sé að ræða, en þetta sé um leið ávöxtur markvissrar stefnu um að skólinn komi til móts við þarfir atvinnulífsins. „Það er fjölgun í öllum deildum en það er sérstaklega gaman að sjá þessa miklu aukningu í tölvunarfræði og verkfræði,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor HR. „Það er einmitt eitt af hlutverkum okkar að efla samkeppnishæfni Íslands til framtíðar. Í ljósi þessa umtalaða skorts á tæknimenntuðu fólki sem hefur verið að standa okkur fyrir þrifum höfum við verið að vinna að því að efla áhuga nemenda á þessum greinum og það er ánægjulegt að sjá hversu vel það er að skila sér.“ Ari bætir því við að honum þyki einnig ánægjulegt að sjá fjölgun nemenda í viðskiptafræðideild skólans, sérstaklega í grunnámi í viðskiptafræði og MBA-námi, en þar hafi skólinn nýlega fengið virtar alþjóðlegar gæðavottanir. „Þannig að þeir nemendur munu verða vel í stakk búnir fyrir framtíðina með þær prófgráður í höndum.“ Nemendum fjölgar enn fremur í lagadeild HR. Aðspurður hvort það sé í takti við eftirspurn, í ljósi þess að talið er að offramboð sé af lögfræðingum í dag, segir Ari ekki líta svo á stöðuna. „Þessi umræða hefur snúist að miklu leyti um lögfræðinga sem stunda lögmennsku en haldgóð þekking á lögum er nokkuð sem nýtist í hvaða geira sem er. Eftir því sem okkar umhverfi verður flóknara lagalega séð og fyrirtækjum vex fiskur um hrygg verður áfram þörf á lagamenntuðu fólki í öllum geirum.“ Ari segir að í tölum um nýnema ársins sýni sig að starf þeirra síðustu ár sé að skila sér. „Annars vegar höfum við verið að leggja mikla áherslu á gæði starfsins hjá okkur, meðal annars kennslu og tengingu námsins við atvinnulífið. Hins vegar höfum við líka verið að efla áhuga nemenda á þessum grunngreinum atvinnulífsins sem við einbeitum okkur að og það hefur einnig verið að takast. Þessir þættir skila sér svo í þeim árangri sem við sjáum í dag.“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Alls eru 1.300 nýnemar skráðir í nám í Háskólanum í Reykjavík þetta haustið, sem er það mesta frá upphafi. Flestir nýnemar eru skráðir í tölvunarfræðideild, alls 401, en þeim fjölgar um fimmtán prósent milli ára samanborið við 352 í fyrra. Rektor segir að um ánægjulega þróun sé að ræða, en þetta sé um leið ávöxtur markvissrar stefnu um að skólinn komi til móts við þarfir atvinnulífsins. „Það er fjölgun í öllum deildum en það er sérstaklega gaman að sjá þessa miklu aukningu í tölvunarfræði og verkfræði,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor HR. „Það er einmitt eitt af hlutverkum okkar að efla samkeppnishæfni Íslands til framtíðar. Í ljósi þessa umtalaða skorts á tæknimenntuðu fólki sem hefur verið að standa okkur fyrir þrifum höfum við verið að vinna að því að efla áhuga nemenda á þessum greinum og það er ánægjulegt að sjá hversu vel það er að skila sér.“ Ari bætir því við að honum þyki einnig ánægjulegt að sjá fjölgun nemenda í viðskiptafræðideild skólans, sérstaklega í grunnámi í viðskiptafræði og MBA-námi, en þar hafi skólinn nýlega fengið virtar alþjóðlegar gæðavottanir. „Þannig að þeir nemendur munu verða vel í stakk búnir fyrir framtíðina með þær prófgráður í höndum.“ Nemendum fjölgar enn fremur í lagadeild HR. Aðspurður hvort það sé í takti við eftirspurn, í ljósi þess að talið er að offramboð sé af lögfræðingum í dag, segir Ari ekki líta svo á stöðuna. „Þessi umræða hefur snúist að miklu leyti um lögfræðinga sem stunda lögmennsku en haldgóð þekking á lögum er nokkuð sem nýtist í hvaða geira sem er. Eftir því sem okkar umhverfi verður flóknara lagalega séð og fyrirtækjum vex fiskur um hrygg verður áfram þörf á lagamenntuðu fólki í öllum geirum.“ Ari segir að í tölum um nýnema ársins sýni sig að starf þeirra síðustu ár sé að skila sér. „Annars vegar höfum við verið að leggja mikla áherslu á gæði starfsins hjá okkur, meðal annars kennslu og tengingu námsins við atvinnulífið. Hins vegar höfum við líka verið að efla áhuga nemenda á þessum grunngreinum atvinnulífsins sem við einbeitum okkur að og það hefur einnig verið að takast. Þessir þættir skila sér svo í þeim árangri sem við sjáum í dag.“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira