Veiða vongóða fræðimenn í falsvef Jökuls Óli Kristján Ármannsson skrifar 16. ágúst 2013 07:00 Bryndís Brandsdóttir jarðvísindamaður er ritstjóri Jökuls. Hún hefur fengið fjölda fyrirspurna vegna falsvefjanna sem reyna að rukka fólk fyrir greinar sem aldrei fá að birtast. Fréttablaðið/GVA Opnaður hefur verið ný vefsíða fræðiritsins Jökuls til þess að bregðast við tveimur falssíðum sem glæpamenn hafa sett upp á netinu. Falssíðurnar eru svo notaðar til þess að hafa fé af fræðimönnum sem þar falast eftir því að fá birtar greinar. Nýja og rétta síðan er með vefslóðina www.jokulljournal.is, en önnur falssíðan ber sömu slóð utan enda á .com. Bryndís Brandsdóttir, jarðvísindamaður og ritstjóri Jökuls, segir svikamyllur sem þessar þekktar og eigi jafnvel stórfyrirtæki í vandræðum með að fá þeim lokað. „Við tökumst því bara á við þetta á netinu,“ segir hún. Tilraunir til að fá falssíðunum lokað hjá vefhýsingarfyrirtækjum þeirra hafi engan árangur borið. Fræðirit segir Bryndís metin eftir því hversu mikið sé til þeirra vitnað og því hafi Jökull verið í gagnagrunnum yfir slík rit. „Þess vegna sáu einhverjir sér leik á borði til þess að reyna að græða á grunlausum vísindamönnum,“ segir hún. Fleiri gömul tímarit sem ekki höfðu komið sér upp heimasíðum segir hún að hafi lent í því sama. „Aðaltilgangurinn er náttúrlega að græða peninga, en erlendis er algengt að fólk þurfi að borga fimm til sex hundruð dali fyrir birtingu. Á annari falssíðunni sé ég að farið er fram á 600 dali,“ segir hún, en upphæðin svarar til ríflega 70 þúsund króna. Bryndís segist ekki vita til þess að vísindamenn hafi fallið í gryfjuna, en hefur fengið fjölda fyrirspurna og falssíðurnar vakið nokkra athygli á fræðiritinu. „Það kaldhæðnislega er að þeir reyna að stela í mínu nafni. Ég var óhress með það í fyrstu, en þetta gerir hins vegar að fólk sendir fyrirspurnir til mín og ég er búin að vera sveitt að svara fyrirspurnum út af þessu í sumar.“ Bryndís segir nálægt 20 manns hafa haft samband við hana hvaðanæva úr heiminum, en einnig hafi fjöldi fyrirspurna borist alþjóðaskrifstofu Háskólans, en símanúmer hennar er einnig gefið upp á öðrum vefnum. Fyrstu fyrirspurnina vegna vefsins segist Bryndís hafa fengið í lok maí, en í júlí virðist vefirnir hafa komist inn á lögmætar skrár yfir fræðirit, svo sem Google Scholar, og þá hafi fyrirspurnum fjölgað mjög.Fræðimaður fjallar um falssíður Bandaríski fræðimaðurinn Jeffrey Beall vakti athygli á því á vef sínum, Scholarly Open Access, á þriðjudag, að fræðiritið Jökull væri nýjasta viðbótin í hóp sérfræðirita sem misyndismenn á netinu hafi notað sem skálkaskjól fyrir fjárplógsstarfsemi sína. Hann hefur áður greint frá viðlíka málum, svo sem gervisíðu sem búin var til fyrir ritin Archives des Sciences og Wulfenia. Beall segir svikurunum sífellt fara fram. Þannig virðist Whois-færsla eða lénaskrá annars svikavefsins fyrir Jökul mjög sannfærandi, með heimilsfang síðuhaldara skráð í Reykjavík. Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Opnaður hefur verið ný vefsíða fræðiritsins Jökuls til þess að bregðast við tveimur falssíðum sem glæpamenn hafa sett upp á netinu. Falssíðurnar eru svo notaðar til þess að hafa fé af fræðimönnum sem þar falast eftir því að fá birtar greinar. Nýja og rétta síðan er með vefslóðina www.jokulljournal.is, en önnur falssíðan ber sömu slóð utan enda á .com. Bryndís Brandsdóttir, jarðvísindamaður og ritstjóri Jökuls, segir svikamyllur sem þessar þekktar og eigi jafnvel stórfyrirtæki í vandræðum með að fá þeim lokað. „Við tökumst því bara á við þetta á netinu,“ segir hún. Tilraunir til að fá falssíðunum lokað hjá vefhýsingarfyrirtækjum þeirra hafi engan árangur borið. Fræðirit segir Bryndís metin eftir því hversu mikið sé til þeirra vitnað og því hafi Jökull verið í gagnagrunnum yfir slík rit. „Þess vegna sáu einhverjir sér leik á borði til þess að reyna að græða á grunlausum vísindamönnum,“ segir hún. Fleiri gömul tímarit sem ekki höfðu komið sér upp heimasíðum segir hún að hafi lent í því sama. „Aðaltilgangurinn er náttúrlega að græða peninga, en erlendis er algengt að fólk þurfi að borga fimm til sex hundruð dali fyrir birtingu. Á annari falssíðunni sé ég að farið er fram á 600 dali,“ segir hún, en upphæðin svarar til ríflega 70 þúsund króna. Bryndís segist ekki vita til þess að vísindamenn hafi fallið í gryfjuna, en hefur fengið fjölda fyrirspurna og falssíðurnar vakið nokkra athygli á fræðiritinu. „Það kaldhæðnislega er að þeir reyna að stela í mínu nafni. Ég var óhress með það í fyrstu, en þetta gerir hins vegar að fólk sendir fyrirspurnir til mín og ég er búin að vera sveitt að svara fyrirspurnum út af þessu í sumar.“ Bryndís segir nálægt 20 manns hafa haft samband við hana hvaðanæva úr heiminum, en einnig hafi fjöldi fyrirspurna borist alþjóðaskrifstofu Háskólans, en símanúmer hennar er einnig gefið upp á öðrum vefnum. Fyrstu fyrirspurnina vegna vefsins segist Bryndís hafa fengið í lok maí, en í júlí virðist vefirnir hafa komist inn á lögmætar skrár yfir fræðirit, svo sem Google Scholar, og þá hafi fyrirspurnum fjölgað mjög.Fræðimaður fjallar um falssíður Bandaríski fræðimaðurinn Jeffrey Beall vakti athygli á því á vef sínum, Scholarly Open Access, á þriðjudag, að fræðiritið Jökull væri nýjasta viðbótin í hóp sérfræðirita sem misyndismenn á netinu hafi notað sem skálkaskjól fyrir fjárplógsstarfsemi sína. Hann hefur áður greint frá viðlíka málum, svo sem gervisíðu sem búin var til fyrir ritin Archives des Sciences og Wulfenia. Beall segir svikurunum sífellt fara fram. Þannig virðist Whois-færsla eða lénaskrá annars svikavefsins fyrir Jökul mjög sannfærandi, með heimilsfang síðuhaldara skráð í Reykjavík.
Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira