Innlent

Undrandi á kjarasamningi

Valur Grettisson skrifar
Ekki eru allir sammála um nýja kjarasamninga.
Ekki eru allir sammála um nýja kjarasamninga.
Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM) og Farmanna- og fiskimannasamband Íslands (FFSÍ) lýsa yfir undrun á nýgerðum kjarasamningi stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík vegna starfsmanna hjá þremur hvalaskoðunarfyrirtækjum.

„Það er verið að taka starfsmenn hvalaskoðunarbáta og setja þá á kauptryggingu, sem eru lágmarkslaun fiskimanna þegar ekkert veiðist,“ segir Árni Bjarnason, forseti FFSÍ, um samninginn.

Hann bendir á að háseti, samkvæmt þessum samningum, sé með 224 þúsund krónur á mánuði. Árni undrar sig á því að kjarasamningum starfsmanna á Herjólfi hafi ekki verið fylgt. Þessu hafnar Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar, og segir yfirlýsinguna hrokafulla. „Yfirlýsingin ber vott um hroka gagnvart hvalaskoðun, auk þess sem Herjólfssamningurinn bitnar verst á viðvaningum,“ segir Aðalsteinn og bætir við að VM og FFSÍ væri nær að ná samningum fyrir sitt eigið fólk, en þar eru samningar lausir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×