Innlent

Gæsaveiðin hafin

Mynd/GVA
Gæsaveiðitíminn hófst á miðnætti og voru einhverjir veiðimenn þá þegar komnir á slóð gæsanna á heiðum uppi, en hún kemur yfirleitt ekki fyrr en í september niður á láglendið. Engar fregnir hafa enn borist af veiðum, en talið er að heiðargæsastofninn telji 360 þúsund fugla, og hefur líklega alrei verið stærri.

Hann var til dæmis aðeins 33 þúsund fuglar um miðja síðustu öld, þannig að hann er orðinn meira en tífalt stærri en þá. Grágæsarstofninn er líka á uppleið og telur nú 105 þúsund fulga. Þriðji gæsastofninn, eða helsingjar, er líka í uppsveiflu, en talið er að um 80 þúsund helsingjar séu á landinu. Samtals er því liðlega hálf milljón gæsa á landinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×