Innlent

Snjór á Norður- og Austurlandi

Hafþór Gunnarsson tók þessa mynd af Traðarhyrnu í gær.
Hafþór Gunnarsson tók þessa mynd af Traðarhyrnu í gær. Mynd/Hafþór Gunnarsson
Haustið fór að minna á sig á Vestfjörðum og á norðanverðu landinu í gærkvöldi og í nótt. Traðarhyrnan fyrir ofan Bolungarvík gránaði til dæmis í gærkvöldi og sömuleiðis gránaði í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar.

Það er líka hvasst um norðan og austanvert landið , eða upp í 18 metra á sekúndu, og verður svo fram eftir degi í þessum landshluta. Lögreglan á Akureyri þurfti að hemja nokkur fjúkandi trampólín í bænum í nótt, en ekkert tjón hlaust af.

Veðurstofan bendir ökumönnum með tengivagna á að búast megi við snörpum vindstrengjum fram eftir degi á Norður- og Austurlandi og að þar geti orðið rigning, eða slydda og snjókoma til fjalla. Hinsvegar mældist ekki frost nema á einum stað á láglendi, sem var innan við ein gráða í Árnesi, og smávegis frost mældist á þremur hálendisstöðvum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×