"Það bjargaði lífi sonar míns hvað flugvöllurinn var nálægt" Hrund Þórsdóttir skrifar 19. ágúst 2013 18:42 Hátt í 22 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að flugvöllur verði áfram í Vatnsmýri en söfnun undirskrifta hófst á föstudaginn á lending.is. Tillaga að nýju aðalskipulagi gerir ráð fyrir að flugvöllurinn víki innan skamms. Margir eru andvígir flutningi flugvallarins vegna öryggissjónarmiða. Vegalengdin frá Reykjavíkurflugvelli á Landspítalann er stutt og í sumum tilfellum getur slíkt bjargað mannslífum. Sonur Jóns Óðins Waage er dæmi um það. Hann fæddist árið 1997 með alvarlegan hjartagalla og var fluttur suður með sjúkraflugi. „Það lá svo mikið á að það þurfti að gera á honum bráðaaðgerð í andyri sjúkrahússins. Þetta var sem sagt orðið sekúnduspursmál. Hann var að deyja í andyrinu og það var ekki hægt að koma honum upp á efri hæðirnar,“ segir Jón. Hann hefur fengið gríðarleg viðbrögð við færslu á Facebook þar sem hann sagði sögu sonar síns. Sumir saka hann um tilfinningaklám en aðrir eru á sömu skoðun og hann. „Ég hef fengið marga pósta frá fólki sem hefur sömu sögu að segja og ég.“ Jón segir aðeins mögulegt að byggja upp fyrsta flokks læknaþjónustu á einum stað á landinu. Hún eigi að vera í Reykjavík en tryggja þurfi aðgengi allra að henni. Hann segir rök þeirra sem vilji færa flugvöllinn alltaf þau sömu, að þyrlur muni sjá um sjúkraflugið. „Ef þær gera það er það fínt, ég hef ekki þekkingu á því. Ég hef hins vegar heyrt þyrluflugmenn segja að þetta gangi ekki upp og ég trúi þeim bara. Mér er alveg sama hvernig þetta verður gert en aðgengi að bestu læknisþjónustu landsins verður að vera til staðar fyrir alla landsmenn,“ segir Jón að lokum. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Hátt í 22 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að flugvöllur verði áfram í Vatnsmýri en söfnun undirskrifta hófst á föstudaginn á lending.is. Tillaga að nýju aðalskipulagi gerir ráð fyrir að flugvöllurinn víki innan skamms. Margir eru andvígir flutningi flugvallarins vegna öryggissjónarmiða. Vegalengdin frá Reykjavíkurflugvelli á Landspítalann er stutt og í sumum tilfellum getur slíkt bjargað mannslífum. Sonur Jóns Óðins Waage er dæmi um það. Hann fæddist árið 1997 með alvarlegan hjartagalla og var fluttur suður með sjúkraflugi. „Það lá svo mikið á að það þurfti að gera á honum bráðaaðgerð í andyri sjúkrahússins. Þetta var sem sagt orðið sekúnduspursmál. Hann var að deyja í andyrinu og það var ekki hægt að koma honum upp á efri hæðirnar,“ segir Jón. Hann hefur fengið gríðarleg viðbrögð við færslu á Facebook þar sem hann sagði sögu sonar síns. Sumir saka hann um tilfinningaklám en aðrir eru á sömu skoðun og hann. „Ég hef fengið marga pósta frá fólki sem hefur sömu sögu að segja og ég.“ Jón segir aðeins mögulegt að byggja upp fyrsta flokks læknaþjónustu á einum stað á landinu. Hún eigi að vera í Reykjavík en tryggja þurfi aðgengi allra að henni. Hann segir rök þeirra sem vilji færa flugvöllinn alltaf þau sömu, að þyrlur muni sjá um sjúkraflugið. „Ef þær gera það er það fínt, ég hef ekki þekkingu á því. Ég hef hins vegar heyrt þyrluflugmenn segja að þetta gangi ekki upp og ég trúi þeim bara. Mér er alveg sama hvernig þetta verður gert en aðgengi að bestu læknisþjónustu landsins verður að vera til staðar fyrir alla landsmenn,“ segir Jón að lokum.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira