Húsbruni á Hverfisgötu: "Þar sem hústökufólk kemst inn, þar er ekki við góðu að búast" Hrund Þórsdóttir skrifar 19. ágúst 2013 18:39 Öllu tiltæku slökkviliði var stefnt að húsinu, sem lengi hefur staðið autt, í gærkvöldi og var eldurinn töluverður. Reykkafarar voru sendir inn þar sem vitað er að útigangsfólk hefur hafst við í húsinu en það reyndist mannlaust. Talið er víst að kveikt hafi verið í húsinu. Húsið er áfast við Hótel Klöpp sem tilheyrir Center Hotels og segir framkvæmdastjóri þeirra, Kristófer Oliversson, að návígið hafi skapað umtalsverð vandræði. Fyrir hrun stóð til að rífa húsið en framkvæmdum var frestað. „Það hefur náttúrulega kviknað í þessu nokkrum sinnum og iðulega hefur það verið þannig að það hefur verið brunakerfið á hótelinu sem fer í gang. Þá látum við vita og eldurinn er slökktur en sem betur fer hefur ekki orðið tjón á fólki þarna. Þar sem hústökufólk kemst inn, þar er ekki við góðu að búast,“ segir Kristófer. Árið 2010 lést ungur maður þegar húsbruni varð þarna skammt frá, við Hverfisgötu 28 og þykir mildi að enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp í gær.Kristófer segir hávaða og sjónmengun hafa fylgt fólki sem hafðist við þar og í Hjartagarðinum sem liggur að húsinu. „Eins og veggjakrotið. Sumt af þessu er fallegt en megnið er bara óþrif og það virðist vera ótrúlegt umburðarlyndi með svona löguðu. Því meira ofbeldi sem er beitt, því meira umburðarlyndi virðast menn fá,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá byggingafulltrúa Reykjavíkur er sífellt unnið að því að fækka auðum húsum í miðborginni. Þau voru tólf í ágúst 2012 en eru nú átta, með húsinu sem brann í gær. Nú er ráðgert að rífa það og næsta hús og byggja upp í núverandi mynd, en Icelandair hótel mun rísa á reitnum. „Ég er mjög ánægður með það því þetta er ekki til fyrirmyndar eins og þetta er,“ segir Kristófer. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Öllu tiltæku slökkviliði var stefnt að húsinu, sem lengi hefur staðið autt, í gærkvöldi og var eldurinn töluverður. Reykkafarar voru sendir inn þar sem vitað er að útigangsfólk hefur hafst við í húsinu en það reyndist mannlaust. Talið er víst að kveikt hafi verið í húsinu. Húsið er áfast við Hótel Klöpp sem tilheyrir Center Hotels og segir framkvæmdastjóri þeirra, Kristófer Oliversson, að návígið hafi skapað umtalsverð vandræði. Fyrir hrun stóð til að rífa húsið en framkvæmdum var frestað. „Það hefur náttúrulega kviknað í þessu nokkrum sinnum og iðulega hefur það verið þannig að það hefur verið brunakerfið á hótelinu sem fer í gang. Þá látum við vita og eldurinn er slökktur en sem betur fer hefur ekki orðið tjón á fólki þarna. Þar sem hústökufólk kemst inn, þar er ekki við góðu að búast,“ segir Kristófer. Árið 2010 lést ungur maður þegar húsbruni varð þarna skammt frá, við Hverfisgötu 28 og þykir mildi að enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp í gær.Kristófer segir hávaða og sjónmengun hafa fylgt fólki sem hafðist við þar og í Hjartagarðinum sem liggur að húsinu. „Eins og veggjakrotið. Sumt af þessu er fallegt en megnið er bara óþrif og það virðist vera ótrúlegt umburðarlyndi með svona löguðu. Því meira ofbeldi sem er beitt, því meira umburðarlyndi virðast menn fá,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá byggingafulltrúa Reykjavíkur er sífellt unnið að því að fækka auðum húsum í miðborginni. Þau voru tólf í ágúst 2012 en eru nú átta, með húsinu sem brann í gær. Nú er ráðgert að rífa það og næsta hús og byggja upp í núverandi mynd, en Icelandair hótel mun rísa á reitnum. „Ég er mjög ánægður með það því þetta er ekki til fyrirmyndar eins og þetta er,“ segir Kristófer.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira