Húsbruni á Hverfisgötu: "Þar sem hústökufólk kemst inn, þar er ekki við góðu að búast" Hrund Þórsdóttir skrifar 19. ágúst 2013 18:39 Öllu tiltæku slökkviliði var stefnt að húsinu, sem lengi hefur staðið autt, í gærkvöldi og var eldurinn töluverður. Reykkafarar voru sendir inn þar sem vitað er að útigangsfólk hefur hafst við í húsinu en það reyndist mannlaust. Talið er víst að kveikt hafi verið í húsinu. Húsið er áfast við Hótel Klöpp sem tilheyrir Center Hotels og segir framkvæmdastjóri þeirra, Kristófer Oliversson, að návígið hafi skapað umtalsverð vandræði. Fyrir hrun stóð til að rífa húsið en framkvæmdum var frestað. „Það hefur náttúrulega kviknað í þessu nokkrum sinnum og iðulega hefur það verið þannig að það hefur verið brunakerfið á hótelinu sem fer í gang. Þá látum við vita og eldurinn er slökktur en sem betur fer hefur ekki orðið tjón á fólki þarna. Þar sem hústökufólk kemst inn, þar er ekki við góðu að búast,“ segir Kristófer. Árið 2010 lést ungur maður þegar húsbruni varð þarna skammt frá, við Hverfisgötu 28 og þykir mildi að enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp í gær.Kristófer segir hávaða og sjónmengun hafa fylgt fólki sem hafðist við þar og í Hjartagarðinum sem liggur að húsinu. „Eins og veggjakrotið. Sumt af þessu er fallegt en megnið er bara óþrif og það virðist vera ótrúlegt umburðarlyndi með svona löguðu. Því meira ofbeldi sem er beitt, því meira umburðarlyndi virðast menn fá,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá byggingafulltrúa Reykjavíkur er sífellt unnið að því að fækka auðum húsum í miðborginni. Þau voru tólf í ágúst 2012 en eru nú átta, með húsinu sem brann í gær. Nú er ráðgert að rífa það og næsta hús og byggja upp í núverandi mynd, en Icelandair hótel mun rísa á reitnum. „Ég er mjög ánægður með það því þetta er ekki til fyrirmyndar eins og þetta er,“ segir Kristófer. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Öllu tiltæku slökkviliði var stefnt að húsinu, sem lengi hefur staðið autt, í gærkvöldi og var eldurinn töluverður. Reykkafarar voru sendir inn þar sem vitað er að útigangsfólk hefur hafst við í húsinu en það reyndist mannlaust. Talið er víst að kveikt hafi verið í húsinu. Húsið er áfast við Hótel Klöpp sem tilheyrir Center Hotels og segir framkvæmdastjóri þeirra, Kristófer Oliversson, að návígið hafi skapað umtalsverð vandræði. Fyrir hrun stóð til að rífa húsið en framkvæmdum var frestað. „Það hefur náttúrulega kviknað í þessu nokkrum sinnum og iðulega hefur það verið þannig að það hefur verið brunakerfið á hótelinu sem fer í gang. Þá látum við vita og eldurinn er slökktur en sem betur fer hefur ekki orðið tjón á fólki þarna. Þar sem hústökufólk kemst inn, þar er ekki við góðu að búast,“ segir Kristófer. Árið 2010 lést ungur maður þegar húsbruni varð þarna skammt frá, við Hverfisgötu 28 og þykir mildi að enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp í gær.Kristófer segir hávaða og sjónmengun hafa fylgt fólki sem hafðist við þar og í Hjartagarðinum sem liggur að húsinu. „Eins og veggjakrotið. Sumt af þessu er fallegt en megnið er bara óþrif og það virðist vera ótrúlegt umburðarlyndi með svona löguðu. Því meira ofbeldi sem er beitt, því meira umburðarlyndi virðast menn fá,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá byggingafulltrúa Reykjavíkur er sífellt unnið að því að fækka auðum húsum í miðborginni. Þau voru tólf í ágúst 2012 en eru nú átta, með húsinu sem brann í gær. Nú er ráðgert að rífa það og næsta hús og byggja upp í núverandi mynd, en Icelandair hótel mun rísa á reitnum. „Ég er mjög ánægður með það því þetta er ekki til fyrirmyndar eins og þetta er,“ segir Kristófer.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira