Innlent

Ekki hægt að fullmanna lögregluna í sumar

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Lárus Bjarnason, sýslumaður í umdæminu, segir að öryggi borgaranna hafi ekki verið stefnt í voða vegna fámennisins.
Lárus Bjarnason, sýslumaður í umdæminu, segir að öryggi borgaranna hafi ekki verið stefnt í voða vegna fámennisins. samsett mynd
Ekki var hægt að uppfylla mannaflaþörf hjá lögreglunni í umdæmi lögreglustjórans á Seyðisfirði í sumar vegna ónógra fjárveitinga.

Lárus Bjarnason, sýslumaður í umdæminu, segir í samtali við Austurfrétt að öryggi borgaranna hafi þó ekki verið stefnt í voða vegna fámennisins.

„Embættið hefur ekki getað mannað stöður í sumar sem vert væri og stafar það af ónógum fjárveitingum svo sem við á um flestar ríkisstofnanir nú um stundir,“ segir Lárus. „Embættið veit ekki dæmi þess að öryggi borgaranna hafi verið stefnt í voða vegna fámennis í lögreglunni. Gera þyrfti úttekt á almennri löggæsluþörf á landsvísu.“

Lárus segir að leitað hafi verið til innanríkisráðuneytisins og þingmanna vegna vandans og fengið „ágætan skilning.“ Embættið hafi til dæmis fengið nokkuð umfram önnur lögregluembætti við aukafjárveitingu í fyrra og vilyrði fyrir að litið yrði til fjárhagsvanda þess í ár.

Nánar má lesa um málið á vef Austurfréttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×