Fleiri fréttir

Auglýst eftir vitnum að líkamsárás

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað á Fífuhvammsvegi við Smáralind í Kópavogi milli klukkan tvo og þrjú í gærdag.

Hleypt inn í hollum í nýja verslun Nettó

"Við erum mjög þakklát fyrir góðar móttökur,“ segir Ómar Valdimarsson framkvæmdarstjóri Samkaupa sem reka Nettó. Það dregur væntanlega marga að að í tilefni opnunarinnar geta viðskiptavinir unnið gjafakort frá Nettó, hitt landsliðstelpurnar í fótbolta sem árita plaköt.

Bein útsending frá brekkusöngnum á Vísi

Vísir verður með beina útsendingu frá brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á sunnudagskvöldið. „Þetta er mikill heiður og ég hlakka til,“ segir Ingó Veðurguð sem mun stýra brekkusöngnum á Þjóðhátíð í ár.

Algjör glundroði á Ítalíu eftir dóm Berlusconi

Sérfræðingur í málefnum Ítalíu segir algeran glundroða ríkja í ítölskum stjórnmálum eftir að Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í gær.

Allt að 18 stiga hiti

Ef Íslendingar eiga eitthvað áhugamál sameiginlegt þá er það veðrið. Þessa vikuna höfum við spáð mikið í það hvar besta veðrið verður um verslunarmannahelgina.

Lífstíðarfangelsi fyrir að valda dauða sonar síns

Móðir og stjúpfaðir Daniels Pelka, fjögurra ára bresks drengs sem lést af völdum höfuðhöggs á síðasta ári eftir langvarandi ofbeldi, voru í dag dæmd til lífstíðarfangelsisvistar. Þau eiga rétt á reynslulausn eftir 30 ár hið minnsta.

Frosti vill fresta byggingu nýs fangelsis

Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar, telur skynsamlegt og líklega óhjákvæmilegt að fresta byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði. Þar er búið að taka grunn og eftir því sem næst verður komið stendur til að fara í verkið.

Sjö teknir fyrir of hraðan akstur

Sjö ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á leið til Ísafjarðar í gær. Sá sem hraðast ók var mældur á 128 kílómetra hraða og má búast við sekt upp á 70 þúsund krónur.

Leggja til gervieyjar gegn mávaplágunni í borginni

Danskir fuglafræðingar vilja búa í haginn fyrir máva og stinga upp á gervieyjum eða afgirtum varpsvæðum. Ekki útilokað hér á landi, segir Einar Ólafur Þorleifsson náttúrufræðingur, sem vill að mávar fái einhvers staðar að vera í friði til þess að þeir ver

"Eftir allt það sem ég hef gert fyrir land mitt...“

Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu er æfur vegna niðurstöðu hæstaréttar í gær þar sem fjögurra ára fangelsisdómur yfir honum, vegna skattalagabrota, var staðfestur. Finnst honum illa farið með sig eftir allt sem hann hafi gert fyrir land og þjóð.

Vonast eftir Þjóðhátíð án nauðgana

„Þetta er blettur á íslensku þjóðfélagi og á ekki að vera á neinni hátíð neins staðar,“ segir Birgir Guðjónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar.

Útséð að sumir munu ekki snúa aftur

Ljóst er að sumir þeirra ungu geislafræðinga sem starfa á Landspítalanum og hafa sagt upp störfum vegna óánægju með kjör sín munu ekki hefja störf þar að nýju.

Engin gengisfelling á hundraðkallinum

Ágúst Kvaran efnafræðiprófessor við HÍ var fyrsti Íslendingurinn til að hlaupa hundrað kílómetrana. Hann er nú sextíu og eins árs, ný risinn upp úr erfiðum meiðslum og löngu fjallahlaupi en stefnir á hundrað mílna hlaup í Grikklandi.

Enn einn í varðhald vegna grófra árása

Sjö manns hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á nokkrum hrottafengnum líkamsárásarmálum. Tveimur þeirra hefur verið sleppt. Ekki útilokað að fleiri verði handteknir. Eldfimum vökva var skvett á eitt fórnarlambið og eldur borinn að.

Segir framlag háskólans duga til að steypa upp húsið

Hægt væri að steypa upp Hús íslenskra fræða við Suðurgötu og ganga frá umhverfi þess fyrir eftirstöðvarnar af beinu framlagi Háskóla Íslands til verkefnisins, að sögn forstöðumanns Árnastofnunar.

Morsi á 6 mánaða stuðningsmann

Núverandi stjórnvöld í Egyptalandi, sem studd eru af hernum, hafa fyrirskipað lögreglu að stöðva sitjandi mótmæli stuðningsmannanna.

Skipuleggjendur kannabisræktunar óttast ekki lögreglu

Íslenski kannabis-markaðurinn er orðinn sjálfum sér nógur. Innflytjendur einbeita sér að harðari efnum. Skipuleggjendur kannabisræktar nota millimenn í skítverk og telja sig ósnertanlega. Eftirspurnin eftir kókaíni hrundi með bankakerfinu.

"Ég get fyrirgefið þér en ég mun aldrei gleyma“

Michelle Knight tók til máls við vitnaleiðslur í Cleveland í dag og beindi orðum sínum meðal annars að mannræningja sínum, Ariel Castro. Hann var dæmdur til ævilangrar fangelsisvistar án möguleika á náðun.

Hrafn sem talar og mjálmar

Krumminn Byko er einn magnaðasti fugl landsins og jafnvel heimsins því hann talar og mjálmar eins og köttur. Hann segir meðal annars halló á ensku og íslensku.

Sjá næstu 50 fréttir