Innlent

Bein útsending frá brekkusöngnum á Vísi

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Eftir brekkusönginn er kveikt á blysum, einu fyrir hvert ár sem hátíðin hefur verið haldin.
Eftir brekkusönginn er kveikt á blysum, einu fyrir hvert ár sem hátíðin hefur verið haldin. mynd/365
Vísir verður með beina útsendingu frá brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á sunnudagskvöldið. Söngurinn byrjar klukkan 23:15 og lýkur um miðnætti þegar kveikt verður á 139 blysum, einu fyrir hvert ár sem hátíðin hefur verið haldin.

„Þetta er mikill heiður og ég hlakka til,“ segir Ingó Veðurguð sem mun stýra brekkusöngnum á Þjóðhátíð í ár. Ingó, sem tekur við hlutverkinu af Árna Johnsen, kveðst ekki vera stressaður og miklu frekar spenntur fyrir kvöldinu.

„Lykilatriðið er auðvitað að fá fólk til þess að syngja með og ná upp stemningu, frekar en að vanda sig allt of mikið,“ segir Ingó. „Þetta eru allt saman lög sem fólk þekkir og ég hef spilað áður."

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ingó kemur á Þjóðhátíð. Síðustu fjögur til fimm ár hefur hann verið að skemmta þar en þar á undan mætti hann til þess að skemmta sjér sjálfum. Hann veit því um hvað málið snýst. „Að skemmta sér og skemmta fólki,“ segir Ingó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×