Innlent

Líklegt að flugdólgurinn verði kærður

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Vélinni var snúið við eftir tæplega klukkustundarlangt flug og var farþeginn afhentur lögreglu í Keflavík.
Vélinni var snúið við eftir tæplega klukkustundarlangt flug og var farþeginn afhentur lögreglu í Keflavík. Mynd/teitur jónasson
Farþegi sem lét ófriðlega í vél Icelandair sem snúið var við á leið til Seattle í gær verður líklega sóttur til saka. Þetta segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi.

Vélinni var snúið við eftir tæplega klukkustundarlangt flug og var farþeginn afhentur lögreglu í Keflavík og færður í fangageymslur þar sem hann beið yfirheyrslu.

„Ég geri ráð fyrir því að hann verði kærður til lögreglu og krafinn um bætur,“ segir Guðjón.

Í samtali við Vísi í gærkvöldi sagði Guðjón farþegann hafa sýnt „óásættanlega hegðun“ en hann vildi ekki tjá sig nánar um hvað gengið hefði á.

Að sögn farþega í vélinni, sem hafði samband við fréttastofuna á meðan beðið var brottfarar á ný, reyndi maðurinn meðal annars að opna útgöngudyr vélarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×