Innlent

Sjö teknir fyrir of hraðan akstur

Kristján Hjálmarsson skrifar
Sá sem hraðast ók var mældur á 128 kílómetra hraða.
Sá sem hraðast ók var mældur á 128 kílómetra hraða.
Sjö ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á leið til Ísafjarðar í gær. Sá sem hraðast ók var mældur á 128 kílómetra hraða og má búast við sekt upp á 70 þúsund krónur.

Þá var einn farþegi sem kom með áætlunarvél til Ísafjarðar tekinn með 2 grömm af kannabisefnum. Lögreglumenn nutu aðstoðar fíkniefnahundsins Clarissu. Þá þurfti einn að gista fangageymslu á Ísafirði sökum ölvunar og óláta, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu.

Lögreglan býst við töluverðri umferð til Ísafjarðar í tengslum við Mýrarboltamótið sem haldið verður um helgina. Lögreglan verður með aukið umferðareftirlit alla helgina og ekki aðeins á Ísafirði og nágrenni heldur Vestfjörðum öllum.

Þá hefur lögreglunni á Vestfjörðum borist liðsauki bæði í formi lögreglumanna úr öðrum lögregluliðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×