Innlent

Júlímánuður umferðarþyngri en í fyrra

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Umferð um Hvalfjarðargöng hefur aukist um tæp þrjú prósent í júlí. Mynd/Pjetur
Umferð um Hvalfjarðargöng hefur aukist um tæp þrjú prósent í júlí. Mynd/Pjetur
3,7 prósentustiga aukning varð í umferðinni á hringveginum í júlí frá sama mánuði í fyrra. Samkvæmt Vegagerðinni er því útlit fyrir að aksturinn í ár aukist um 3-4 prósent.

Jókst umferðin í öllum landshlutum nema á Suðurlandi. Þar varð tæplega tveggja prósenta samdráttur í umferðinni. Umferð um Hvalfjarðargöng jókst um 2,8 prósent í júlí miðað við júlí í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×