Innlent

Allt að 18 stiga hiti

Boði Logason skrifar
Ef Íslendingar eiga eitthvað áhugamál sameiginlegt þá er það veðrið. Þessa vikuna höfum við spáð mikið í það hvar besta veðrið verður um verslunarmannahelgina.

Strax á mánudag voru komnar langtímaspár fyrir helgina og nú hafa veðurfræðingar reiknað þetta allt saman upp á nýtt enda greinilegri tölur í kortunum.

Björn Sævar Einarsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í hádeginu í dag að besta veðrið verði suðvestanlands.

„Það er norðlæg átt yfir landinu og það verður skýjað með köflum á austanverðu landinu. Þá verður einnig skýjað norðvestanlands á morgun og sunnudag. En suðvestantil á landinu verður létt skýjað , eða skýjað með köflum. Þar verður hlýjast og gætum við átt von á 15 til 18 stiga hita," sagði hann.

Það gæti komið síðdegisskúr um allt land um helgina, og á mánudag gæti farið að rigna allra syðst, líka í Vestmannaeyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×