Segir hugmyndir Hrefnuveiðimanna vera auglýsingatrikk 2. ágúst 2013 07:00 Sjómenn segja svo mikið af hnúfubaki að það sé hin mesta kúnst að kasta nótinni án þess að fá einn í hana. Skiptar skoðanir eru á hugmyndum Hrefnuveiðimann um veiðar á hnúfubak í vísindaskyni. Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants á Húsavík segir að þeir muni verja hnúfubakinn með ýmsum hætti komi til þeirra. „Reyndar trúi ég ekki öðru en menn séu að grínast með þessum bollaleggingum, það er sumar og gáski í mönnum," segir Stefán. „En ef svo er ekki þá munum við verja hnúfubakinn með kjafti og klóm. Það er mjög auðvelt að torvelda slíkar veiðar og við munum grípa til slíkra aðgerða ef á reynir. Kannski þurfum við ekkert að gera því þrýstingurinn yrði svo mikill erlendis frá að það myndi aldrei fást friður til þessara veiða." Loðnusjómenn segja hinsvegar löngu tímabært að veiða og rannsaka hnúfubakinn sem hafi fjölgað gríðarlega síðustu ár. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segist hinsvegar ekki taka þessu tali Hrefnuveiðimanna alvarlega. „Þeir nota svona yfirlýsingar til að auglýsa hrefnukjötið, það hefur verið svo dræm salan hjá þeim í sumar," segir hann. Skipsstjórar á uppsjávarskipum sem Fréttablaðið ræddi við eru hinsvegar á því að það sé tímabært að veiða og rannsaka hnúfubakinn sem hafi fjölgað gríðarlega síðustu ár. „Það er svo gríðarlega mikið af þessari skepnu að það getur verið alveg hrikalegt að koma nótinni út," segir Arnþór Hjörleifsson skipsstjóri á Lundey NS. Reyndar hafa flest loðnuskip brugðist við þessu með því að setja svokallaðan hvalafæli á nætur sínar til þess að getað kastað án þess að flækja hnúfubakinn í þeim. „Það væri nú ómaksins virði að vita hvað þetta er að éta," bætir hann við og segir að ekki sæi högg á vatni þó nokkrar væru teknar. Skipsstjórar á Huginn og Aðalsteini Jónssyni voru sama sinnis. Sigursteinn Másson, talsmaður Alþjóðadýraverndunarsjóðsins, segir að hugmyndir um þessar veiðar séu allsendis óraunhæfar. „Það væri gegn öllum samþykktum Alþjóðahvalveiðiráðsins," segir hann. „Svo er þarna verið að fara fram á ríkisstyrktarveiðar og ég held að nú þegar verið er að skera niður hjá ríkinu þá sé ekki hljómgrunnur fyrir því að setja peninga í svona til að stafla nýjum stöflum í hvalkjötfjallið sem er fast á landinu." Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Skiptar skoðanir eru á hugmyndum Hrefnuveiðimann um veiðar á hnúfubak í vísindaskyni. Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants á Húsavík segir að þeir muni verja hnúfubakinn með ýmsum hætti komi til þeirra. „Reyndar trúi ég ekki öðru en menn séu að grínast með þessum bollaleggingum, það er sumar og gáski í mönnum," segir Stefán. „En ef svo er ekki þá munum við verja hnúfubakinn með kjafti og klóm. Það er mjög auðvelt að torvelda slíkar veiðar og við munum grípa til slíkra aðgerða ef á reynir. Kannski þurfum við ekkert að gera því þrýstingurinn yrði svo mikill erlendis frá að það myndi aldrei fást friður til þessara veiða." Loðnusjómenn segja hinsvegar löngu tímabært að veiða og rannsaka hnúfubakinn sem hafi fjölgað gríðarlega síðustu ár. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segist hinsvegar ekki taka þessu tali Hrefnuveiðimanna alvarlega. „Þeir nota svona yfirlýsingar til að auglýsa hrefnukjötið, það hefur verið svo dræm salan hjá þeim í sumar," segir hann. Skipsstjórar á uppsjávarskipum sem Fréttablaðið ræddi við eru hinsvegar á því að það sé tímabært að veiða og rannsaka hnúfubakinn sem hafi fjölgað gríðarlega síðustu ár. „Það er svo gríðarlega mikið af þessari skepnu að það getur verið alveg hrikalegt að koma nótinni út," segir Arnþór Hjörleifsson skipsstjóri á Lundey NS. Reyndar hafa flest loðnuskip brugðist við þessu með því að setja svokallaðan hvalafæli á nætur sínar til þess að getað kastað án þess að flækja hnúfubakinn í þeim. „Það væri nú ómaksins virði að vita hvað þetta er að éta," bætir hann við og segir að ekki sæi högg á vatni þó nokkrar væru teknar. Skipsstjórar á Huginn og Aðalsteini Jónssyni voru sama sinnis. Sigursteinn Másson, talsmaður Alþjóðadýraverndunarsjóðsins, segir að hugmyndir um þessar veiðar séu allsendis óraunhæfar. „Það væri gegn öllum samþykktum Alþjóðahvalveiðiráðsins," segir hann. „Svo er þarna verið að fara fram á ríkisstyrktarveiðar og ég held að nú þegar verið er að skera niður hjá ríkinu þá sé ekki hljómgrunnur fyrir því að setja peninga í svona til að stafla nýjum stöflum í hvalkjötfjallið sem er fast á landinu."
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira