Innlent

Jón Gnarr á ráðstefnu um mannréttindi í Antwerpen

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Jón Gnarr, borgarstjóri, berst fyrir mannréttindum erlendis.
Jón Gnarr, borgarstjóri, berst fyrir mannréttindum erlendis.
Jón Gnarr, borgarstjóri, er staddur á alþjóðlegri ráðstefnu um mannréttindi í Antwerpen í Belgíu. Er hún haldin á vegum borgarinnar í tilefni af World Outgames 2013 sem settir verða á laugardag. World Outgames er íþrótta- og menningarviðburður sem haldinn er af samfélagi samkynhneigðra, eða LGBT community.

Yfirskrift ráðstefnunnar er „From safe harbours to equality“ og verða fjölmargir baráttumenn í mannréttindum á staðnum. Jón Gnarr er einn af aðalræðumönnum ráðstefnunnar.

Ráðstefnan hófst í fyrradag og henni lýkur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×