Innlent

Í skýjunum yfir 20 milljóna lottóvinningi

Unga parið er tuttugu milljón krónum ríkara eftir lottóútdrátt síðustu viku.
Unga parið er tuttugu milljón krónum ríkara eftir lottóútdrátt síðustu viku.
Ungt par vann tæpar 20 milljónir í Lottóinu síðastliðinn laugardag. Vinningsmiðinn er áskriftarmiði sem þau hafa átt í nokkur ár.

Parið unga trúði því varla þegar símtalið um vinninginn kom. Að þeirra sögn þurftu þau að fara yfir miðann nokkrum sinnum sjálf til að vera alveg viss um að þetta gæti staðist.

Þau sögðu að vinningurinn kæmi sér mjög vel og ætti sannarlega eftir að hjálpa til og koma að góðum notum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×