Krumminn Byko er einn magnaðasti fugl landsins og jafnvel heimsins því hann talar og mjálmar eins og köttur. Hann segir meðal annars halló á ensku og íslensku. Magnús Hlynur Hreiðarsson og Baldur Hrafnkell Jónsson, tökumaður hitti Byko í dag og eiganda hans í Flóanum.
„Ég er í raun og veru mamma hans og pabbi,“ segir Jóhann Helgi Hlöðversson, en hann rekur myndarlega ferðaþjónustu í Vatnsholti í Flóahreppi. „Hann er ægilega mikill karakter, er stríðinn og finnst gaman að bíta og hrekkja. Á sama tíma er hann ofboðslega ástríkur og gefandi.“
Þá mjálmar hann einnig eins og köttur, en í meðfylgjandi myndskeiði má sjá þennan ótrúlega fugl.
Innlent
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.