Innlent

Hvalaskoðun á Íslandi

Jóhannes Stefánsson skrifar
Algengt verð fyrir ferð með hvalaskoðunarfyrirtæki er í kringum 8 þúsund krónur.
Algengt verð fyrir ferð með hvalaskoðunarfyrirtæki er í kringum 8 þúsund krónur. fréttablaðið/stefán
„Þetta hefur verið dálítið brösótt hér fyrir sunnan vegna veðursins,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar um þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar og spurði út í hvalaskoðunarvertíðina.

„Þetta er mjög háð veðri og það varð til dæmis sprenging í gær þegar það var bærilegt veður hér í höfuðborginni. Það hefur gengið vel fyrir norðan í sumar enda veðrið verið betra þar,“ bætir hún svo við.

1. Reykjavík:

Lægsta verð: 8.000 krónur

Hrefnur, höfrungar, hnísur og hnúfubakar

95% líkur á að sjá hval

2. Keflavík:

Lægsta verð: 8.000 krónur

Hrefnur, höfrungar, hnísur og hnúfubakar

95% líkur á að sjá hval

3. Akureyri:

Lægsta verð: 9.990 krónur

Aðallega hnúfubakar en einnig hrefnur, höfrungar og hnísur

99% líkur á að sjá hval

4. Dalvík:

Lægsta verð: 7.500 krónur

Aðallega hnúfubakar en einnig hrefnur, höfrungar og hnísur

98% líkur á að sjá hval

5. Hauganes:

Lægsta verð: 7.500 krónur

Aðallega hnúfubakar en einnig hrefnur, höfrungar og hnísur

99% líkur á að sjá hval

6. Húsavík:

Lægsta verð: 8.500 krónur

Aðallega hnúfubakar en einnig hrefnur, steypireyðar, höfrungar og hnísur

99% líkur á að sjá hval

7. Bíldudalur:

Lægsta verð: 8.500 krónur

Aðallega hnúfubakar

99% líkur á að sjá hval




Fleiri fréttir

Sjá meira


×