Innlent

Nelson Mandela á afmæli í dag

Jakob Bjarnar skrifar
Afmælisbarn dagsins er Nelson Mandela.
Afmælisbarn dagsins er Nelson Mandela.
Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku og friðarverðlaunahafi Nóbels, er 95 ára í dag.

Mandela hefur nú um nokkurt skeið verið sagður við dauðans dyr vegna lungnasýkingar og hefur vart verið hugað líf. Fjöldi landa hans hefur beðið fyrir Mandela, sem og reyndar aðdáendur hans um heim allan. En, heilsa hans hefur undanfarna daga og vikur verið að batna ef eitthvað en Mandela eyðir þó afmælisdegi sínum á sjúkrahúsi í Pretoriu.

Thobo Mbeki forseti Suður-Afríku hefur gefið út að hugsanlegt sé að Mandela verði bráðlega útskrifaður af sjúkrahúsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×