Innlent

Hverfisgatan lagfærð

Kristján Hjálmarsson skrifar
Framkvæmdir við Hverfisgötu eru hafnar og munu standa fram eftir sumri.
Framkvæmdir við Hverfisgötu eru hafnar og munu standa fram eftir sumri. Mynd/Reykjavíkurborg
Framkvæmdir eru hafnar við endurnýjun á Hverfisgötu í Reykjavík, milli Klappastígs og Vitastígs. Allt yfirborð götu og gangstétta verður endurnýjað, ásamt þeim lögnum sem komnar eru á tíma. Malbikaðar hjólareinar verða beggja vegna götu, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Þá verða gatnamót við þvergötur steinlögð og upphækkuð. Snjóbræðsla verður sett í gönguleiðir, hjólareinar og upphækkuð gatnamót.

Eftir framkvæmdirnar verða umferðarljós á milli Lækjargötu og Snorrabrautar fjarlægðar og beygjuakreinar lagðar af.

Verkinu í sumar er áfangaskipt til að það valdi sem minnstum truflunum á miðborgarlífinu. Fyrsti áfangi verksins, frá Vitastíg niður að Vatnsstíg verður unnin í júlí fram í nóvember. Frá Vatnsstíg að Klapparstíg verður unnið frá 26. ágúst fram í nóvemberlok.

Umferð á greiða leið af Laugavegi niður Vatnsstíg á meðan framkvæmdir við fyrri áfanga standa yfir en um gatnamót Frakkastígs þegar honum lýkur og vinna við seinni áfangann hefst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×