Innlent

250 keppendur hlaupa 250 kílómetra yfir fjöll og firnindi

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hlauparar Keppendur í hlaupinu eru um 250 talsins.
Hlauparar Keppendur í hlaupinu eru um 250 talsins.
Sjálfboðaliðasamtökin SEEDS starfa nú með hópnum RacingThePlanet, sem stendur fyrir víðavangshlaupi á Íslandi. Hlaupið hefst í Kerlingarfjöllum þann 4. ágúst og dagsvegalengdin er á milli 40 - 67 kílómetrar á dag. Samtals munu keppendur leggja að baki um 250 kílómetra í stórbrotnu landslagi og lýkur hlaupinu þann 10. ágúst. Ferðalangarnir kveðja síðan Ísland með slökun í Bláa lóninu þann 11. ágúst.

Keppendur eru 250 talsins og eru sjálfboðaliðar alls 60. Íslenskum einstaklingum gefst einnig tækifæri á að taka þátt í viðburðinum sem sjálfboðaliðar á vegum SEEDS.  Sjálfboðaliðarnir munu hjálpa til við undirbúning hlaupsins á hverjum degi og sinna ýmis konar verkefnum. Þar á meðal að tjalda fyrir keppendur, sinna þrifum, dreifa upplýsingum til keppenda, þurrka föt þeirra og fleira. Allir þeir sem elska útiveru, geta unnið í öllum veðrum og vindum og eru í góðu líkamlegu formi eru hvattir til þess að sækja um. Hér eru frekari upplýsingar.

RacingThePlanet hópurinn var stofnaður árið 2002 af hinni amerísku Mary Gadams, ferðast hann á milli landa og hleypur í óútreiknanlegum aðstæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×