Vegna framkvæmdanna er lokað fyrir umferð niður Klapparstíg frá Hverfisgötu og um Laugaveg frá Vatnsstíg að Skólavörðustíg.

„Bílstjórar bersýnilega ekki að átta sig, óku áfram á Hverfisgötu að hliðinu við Frakkastíg og hófu þar U-beygjur við afar þröngar og erfiðar aðstæður. Leigubílstjóri minn varð fljótlega verulega hissa og pirraður,“ lýsir Jakob í bréfi sínu til Ólafar Örvarsdóttur, sviðstjóra umhverfis- og skipulagssviðs.
„Takk fyrir að láta okkur vita og ég vissi ekki af þessum breytingum,“ svarar Ólöf sem kveðst munu láta starfsmann sinn sjá til þess málinu „verði kippt í liðinn snarasta“. Ekki ber á á öðru en að það hafi verið gert.