Fleiri fréttir

Sex milljarðar í að klára tvöföldunina

Sex milljörðum króna verður varið á næstu tíu árum til að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar Hafnarfjarðarmegin. Þetta kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Guðlaugssonar.

Látinn hætta með laun út árið

Jón Pálmi Pálsson, sem látið hefur af störfum bæjarritara á Akranesi, fær greidd laun út þetta ár samkvæmt samkomulagi um starfslok hans.

Stjórnarskrármálið úr nefnd

Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar stefnir að því að taka frumvarp um nýja stjórnarskrá úr nefnd í dag. Málið er á dagskrá Alþingis á fimmtudag.

Segist hafa skotið Talibana

Harry Bretaprins, sem er á heimleið eftir fjögurra mánaða herþjónustu í Afganistan, segist hafa lent í aðstæðum sem þyrluflugmaður þar sem hann þurfti að skjóta á Talibana og að einhverjir þeirra hafi fallið.

Blær er vongóð um viðsnúning

Móðir Stúlku Bjarkardóttur Rúnarsdóttur segir dóttur sína vongóða um að ákvörðun mannanafnanefndar um að synja henni þess að fá að bera nafnið Blær verði hnekkt fyrir dómi.

Íbúar vilja betri útivistarsvæði

Bætt aðgengi að útivistarsvæðum og bættar aðstæður fyrir gangandi og hjólandi var rauði þráðurinn í hugmyndum íbúa Vesturbæjar fyrir Betri hverfi í fyrra. Meðal þess sem horft var til voru betri róluvellir, bætt aðgengi að fjörum við borgina og bætt aðgengi gangandi og hjólandi borgarbúa og ferðamanna. Íbúar Vesturbæjar sendu inn hugmyndir í fyrra og svo var kosið um þær í rafrænni kosningu.

Gröf leynt fyrir tengdamömmu

Sóknarnefnd á Norður-Sjálandi hefur í þrjú ár neitað að upplýsa Ann Brydholm um hvar leiði sonar hennar, Claus Brydholm, er. Leiðið var á leynilegum stað í kirkjugarðinum í Karlebo og án legsteins þar til fyrir stuttu vegna óska ekkjunnar en nú hafa jarðneskar leifar Brydholms verið fluttar annað, að því er greint er frá í Jyllands-Posten.

Reykjandi múslímar stöðvaðir

Tungumálaörðugleikar eiga ekki að koma í veg fyrir að menn hætti að reykja. Þetta er mat yfirvalda í Kaupmannahöfn sem ákváðu að láta tóbaksvarnarráðgjafa stöðva múslíma á leið til föstudagsbænar.

Rannsókn á barnaníði hætt

Kaþólska kirkjan í Þýskalandi hefur blásið af óháða rannsókn viðurkennds fræðimanns á kynferðisglæpum innan kirkjunnar.

Veita leyfi fyrir þyrluskíðafólk

Íþróttaráð Akureyrar hefur samþykkt að félagið Bergmenn fái leyfi til að gera tilraun með sölu og markaðssetningu þyrluskíðaferða frá skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. Skilyrði er að Bergmenn vinni þetta verkefni í fullu samráði við forstöðumann Hlíðarfjalls. Fyrirtækið hefur áður boðið upp á þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga. Stofnandi Bergmanna er Jökull Bergmann fjallaleiðsögumaður.

Kynnti stöðuna fyrir ESB-fólki

Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands í aðildarviðræðunum við ESB, kynnti ákvörðun ríkisstjórnarflokkanna um að hægja á viðræðum, fyrir Evrópumálaráðherrum ESB-landa á fundi í gær. Frá þessu segir á vef utanríkisráðuneytisins, en á fundinum fjallaði Stefán Haukur einnig um áherslu Íslands á gagnsæi í viðræðuferlinu.

Sláandi myndir af rafgeymi Dreamliner þotunnar sem nauðlenti

Flugmálastjórn Japans hefur sett myndir á netið af því hvernig rafgeymir Dreamliner þotunnar leit út eftir að henni var nauðlent á Takamitshu flugvellinum í Japan í síðustu viku. Til samanburðar er svo mynd af því hvernig sá rafgeymir lítur út þegar allt er með felldu.

Mikið af hnúfubak á loðnumiðunum

Mikið er nú af hnúfubak á loðnumiðunum austur af landinu, að því er Guðlaugur Jónsson skipstjóri á Ingunni AK segir á heimasíðu HB-Granda.

Þingkosningar í Ísrael í dag

Þingkosningar verða haldnar í Ísraal í dag en fastlega er búist við því að Benjamin Netanjahu forsætiráðherra landsins haldi völdum að þeim loknum.

Dómur í málinu gegn Berlusconi verður eftir þingkosningarnar

Dómarinn í réttarhöldunum í Mílanó þar sem Silvio Berlusconi er ákærður fyrir samræði við unglingsstúlku undir lögaldri hefur ákveðið að dómsuppkvaðning verði ekki fyrr en að loknum þingkosningunum á Ítalíu í næsta mánuði.

Með stærstu mjaðmir í heimi

Mikel Ruffinelli, þrjátíu og níu ára gömul kona frá Los Angeles í Bandaríkjunum, er líklega með stærstu mjaðmir í heimi en ummál þeirra eru 244 sentimetrar. Mjaðmir hennar stækkuðu mikið eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn, tuttugu og tveggja ára en fram að því var hún mikill íþróttamaður og í góðu formi.

Óvissustig áfram í gildi - 36 í einangrun á spítalanum

Þrjátíu og sex manns eru í einangrun á Landspítalanum. Spítalinn er enn á óvissustigi og fundað er daglega til að fara yfir stöðuna. Þegar er byrjað að undirbúa komandi helgi tl að tryggja að nægt starfsfólk sé á vakt.

Hlægilega lágar bætur

Læknafélag Íslands hefur verið dæmt til að greiða Páli Sverrissyni miskabætur vegna birtingar á viðkvæmum persónuupplýsungum um hann í Læknablaðinu. Páli finnst bæturnar, þrju hundruð þúsund krónur, skammarlega lágar.

„Það er eitthvað við myndina sem minnir mig á afa"

Auðvitað bregður manni að sjá svona mynd, ég viðurkenni það alveg, segir Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sem hvarf á Snæfellsnesi árið 1974. Fjallað var um hvarf hans í þættinum Mannshvörf á Íslandi á Stöð 2 í gær.

Dularfull ljósmynd vekur upp spurningar um mannshvarf

Hann rifjaðist upp fyrir mér þessi löngu týndi maður sem aldrei fannst, segir Jón Haukur Jóelsson, sem rakst á dularfulla ljósmynd þegar hann kom heim úr ferðalagi um Snæfellsnesið í fyrra.

Áfram óvissustig á Landpítala

Óvissustig er áfram á Landspítala, en viðbragðsstjórn spítalans kom saman í hádeginu í dag til að fara yfir stöðuna. Í frétt á vef spítalans segir að viðbragðsáætlun sé enn í gildi en sú ákvörðun verði endurskoðuð daglega.

Strætó ferjaði yfir 10 milljónir farþega

Sá áfangi náðist hjá Strætó í lok síðasta árs að ferja yfir 10 milljón farþega á árinu. Nýliðið ár er því hið stærsta hjá Strætó frá upphafi. Þetta er niðurstaða farþegatalningar hjá Strætó. Farþegatalningin sýndi töluverða aukningu á haustmánuðum í samanburði við árið 2011 og í október fór farþegafjöldin í fyrsta sinn yfir 1 milljón farþega á mánuði, sem er 11.91% fjölgun á milli ára.

Beðið eftir Obama

Mikill mannfjöldi er samankominn í þjóðgarðinum The Mall í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna. Barack Obama mun sverja embættiseið sinn opinberlega síðdegis í dag.

Aðalmeðferð í máli Blævar

Aðalmeðferð fór fram í máli Stúlku Bjarkardóttur Rúnarsdóttur í dag, en mannanafnanefnd komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að Stúlka mætti ekki heita Blær, þar sem um karlkynsorð væri að ræða.

Fundu E-töflur og stera í húsleit

E-töflur, kannabisefni, sterar, sprautur og lyf fundust við húsleit sem lögreglan á Suðurnesjum gerði í íbúðarhúsnæði í umdæminu. Húsleitin var gerð á föstudagskvöld, að fengnum dómsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness. Efnin fundust víðs vegar í íbúðinni. Að auki fannst óopnaður 25 lítra Tuborg Grön bjórkútur. Grunur leikur á að um þýfi sé að ræða og haldlagði lögregla kútinn því ásamt efnunum. Málið er í rannsókn.

Íslandsbíllinn Toyota Hilux annar í París-Dakar

París-Dakar rallinu lauk um helgina í Santiago í Chile. Sigurvegari í bílaflokki var Stephané Peterhansel og það í tíunda skipti í París-Dakar. Hann ók á nýjum bíl Mini Clubman en hafði mörg ár þar á undan unnið á Volkswagen Touareg jeppa. Annar varð annar Frakki, Giliel de Villiers á Íslandsbílnum góða Toyota Hilux. Hann varð þriðji í fyrra á sama bíl og vinnur næst ef hann heldur áfram að sækja á brattann! Villiers var 42 mínútum á eftir Peterhansel. Þriðji í keppninna var síðan Rússin Zhiltsov á samskonar bíl og Peterhansel, Mini Clubman. Það voru 92 bílar sem kláruðu rallið af þeim 153 bílum sem hófu keppni. Þar af voru 4 Toyota Hilux bílar og kláruðu þeir allir keppnina, í öðru, tíunda, ellefta og fimmtánda sæti. Flottur árangur það.

Köfunarslys við Kaffivagninn

Köfunarslys varð í höfninni við Kaffivagninn laust eftir klukkan tvö í dag. Sjúkraflutningamenn voru kallaðir á vettvang til þess að flytja kafarann á slysadeild. Óljóst er hvað olli slysinu og þá er líka óljóst um líðan kafarans.

Kjarasamningar framlengdir til loka nóvember

Tekin var ákvörðun um það á fundi forystumanna Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem hófst klukkan hálftvö í dag að framlengja kjarasamninga til 30. nóvember næstkomandi. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að tíminn fram að hausti yrði nýttur til að undirbúa næstu kjarasamninga.

Fjörutíu ár frá upphafi Heimaeyjargossins

„Við nálgumst 23. janúar ár hvert sem þakkargjörð," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, en á miðvikudaginn eru liðin fjörutíu ár frá upphafi Heimaeyjargossins.

Málefni hælisleitenda tekin til endurskoðunar

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ákveðið að fara yfir allt verklag sem lýtur að málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd eða hæli, hérlendis. Nær sú endurskoðun til verkferla allt frá því að hælisleitandi gefur sig fram við komu til Íslands, meðferð Útlendingastofnunar, ráðuneytisins og annarra aðila sem koma þurfa að málum.

Afi togaði hákarl frá barnahópi

62 ára gamall ferðamaður slapp með skrekkinn þegar hann togaði í hákarl sem synti í grunnu vatni við strönd Ástralíu í gær.

Konur láta til sín taka á Sundance

Hin virta Sundance-kvikmyndahátíð stendur nú sem hæst, en hún er haldin ár hvert í borginni Park City í Utah-fylki Bandaríkjanna. Það sem vekur sérstaka athygli í ár er að jafn margar konur eiga mynd í aðalkeppninni og karlar, en það hefur aldrei gerst áður í 35 ára sögu hátíðarinnar.

Mercedes-Benz með lítinn sendibíl

Mercedes-Benz hefur nú sett á markað nettan sendibíl sem fengið hefur nafnið Citan, þann minnsta sem ber nafn Mercedes Benz. Citan er afrakstur samstarfs Mercedes Benz og Renault-Nissan því þessi bíll er í raun sami bíllinn og Renault Kangoo, sem vel þekktur er hér á landi. Citan er ætlað það hlutverk að efla sölu Mercedes-Benz enn frekar í atvinnubílum en Daimler AG, framleiðandi Mercedes-Benz, er stærsti framleiðandi atvinnubíla í heiminum í dag. Fyrir er þýski framleiðandinn með þónokkra línu sendibíla, s.s. Vario, Sprinter og Vito. Sprinter hefur verið talsvert vinsæll sendibíll hér á landi. Citan verður í boði með eyðslugrönnum dísil- og bensínvélum sem allar státa af lágri koltvísýringslosun. Citan má fá með Blue EFFICIENCY búnaði eins og lúxusbílar Mercedes-Benz eru boðnir en búnaðurinn eykur á sparneytni bíla og minnkar útblástur skaðlegra lofttegunda. Citan verður boðinn í fleiri útgáfum en sem sendibíll og má einnig fá hann sem fjölnotabíl. Hann fæst í mismunandi lengd og hæð og býður því upp á marga notkunarmöguleika. Nýr Mercedes-Benz Citan kostar frá 3.590.000 kr. með vsk. hjá söluaðila bílsins hér á landi, Öskju. Bíllinn verður frumsýndur í Öskju nk. laugardag 26. janúar kl. 12-16.

Bjargað eftir þrjá daga á fleka

Skemmtiferðaskip á leið sinni til Suðurskautslandsins tók á sig 1800 kílómetra krók til þess að bjarga siglingarmanni í Suðurhöfum í gær. Skúta mannsins varð fyrir skemmdum suðvestur af áströlsku eyjunni Tasmaníu á föstudag.

Myndarlegur gráhegri heiðrar Hafnfirðinga með nærveru sinni

Það var fallegt um að litast við tjörnina í Hafnarfirði þegar Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður á Stöð 2 og ljósmyndari, leit þar við um helgina. Þar sá hann fallegan gráhegra. Hann er frekar styggur og fljótur að fljúga upp ef menn reyna að nálgast hann. Hinir fuglarnir láta hann í friði, en Egill varð var við að endurnar veittu því athygli hvers lags furðufugl væri þarna á ferðinni.

Riddari götunnar lést eftir árás

Hinn 76 ára gamli Guðjón Guðjónsson sem lést eftir að ráðist var á hann og bíl hans stolið var áberandi á meðal þeirra sem létu sjá sig í miðborginni á sumrin. Hann hafði vakið athygli fyrir það að hafa spilað úrvals harmonikkutónlist fyrir vegfarendur Laugavegs og Austurstrætis á góðviðrisdögum síðustu sumra.

Biscúter eftirstríðsáranna

Í hráefnisþurrð áranna eftir seinni heimsstyrjöldina var enn meir þörf fyrir smábíla í Evrópu en hún er í dag. Stál, gúmmí, eldsneyti og allslags hráefni til smíði bíla var af skornum skammti. Þá þýddi ekki að halda áfram smíði stórra orkufrekra bíla til að komast leiðar sinnar. Á þessum tíma voru framleiddir ýmsir áhugaverðir agnarsmáir bílar í álfunni, eins og Isetta og Goggomobile, sem nú eru verðmætir söfnunargripir. Spánverja létu ekki sitt eftir liggja við smíði agnarsmárra bíla og þó svo þessi Biscúter sem sést hér að ofan hafi ekki orðið eins þekktur og hinir tveir, var hann athyglivert framlag Spánverja til smíði smárra bíla og hann seldist ágætlega. Hann varð reyndar svo vinæll á Spáni að hann var kallaður Bjalla Spánverjans af Þjóðverjum og Mini Spánverjans af Bretum. Sjálfir kölluðu þeir hann “Zapatilla”, eða “litli skór”. Það var Frakkinn Gabriel Voisin sem teiknaði Biscúter, sem hann reyndar kallaði “Biscooter” og hafði þá merkingu að vera um það bil á stærð við tvo “scooter”. Enginn hafði áhuga á hönnum Voisin í heimalandinu og svo fór að hann seldi hana til spænsks bílaframleiðanda, Autonacional S.A. í Barcelona sem hóf strax framleiðslu Biscúter, árið 1953. Bíllinn var með 0,2 lítra eins strokks vél, 9 hestafla og framhjóladrifinn, en það skrítna var að aðeins annað framhjólið fékk afl frá vélinni. Skiptingin var þriggja gíra. Bíllinn hafði ýmsa athygliverða kosti, svo sem sjálfstæða fjöðrun á öllum hjólum, undirvagn úr áli og svo var hann blæjubíll. Blæjuna mátti fjarlægja með fáum handtökum. Biscúter var framleiddur örlítið fram á sjöunda áratuginn, alls um 12.000 bílar. Hann tapaði vinsældum sínum af sömu ástæðu og aðra smábílar álfunnar, einkum vegna bætts efnahags og betra aðgengis hráefna. Bílar tóku að stækka og verða dýrari, en kaupendur höfðu efni á því. Mjög fáir Biscúter bílar eru til í dag sem gera hann að einum eftirsóknarverðasta söfnunargrip meðal smábíla.

Margir slasaðir eftir árekstur farþegalesta í Vín

Tvær farþegalestir lentu í árrekstri í Vín höfuðborg Austurríkis í morgun. Fjöldi farþega slasaðist við áreksturinn sem var mjög harður þar sem lestirnar keyrðu framan á hvor aðra á töluverðum hraða.

Sjá næstu 50 fréttir