Stórhættulegt að leggja upp á gangstétt - "Við erum alltaf að lenda í þessu" Boði Logason skrifar 21. janúar 2013 21:55 Hér sést hvernig dóttir Bryndísar, kemst ekki framhjá bílnum nema með því að fara út á götu. Mynd/Snædís Hjartardóttir „Þetta er algjör hugsunar- og tillitsleysi í fólki. Við höfum búið erlendis og maður sér þetta ekki þar - þetta er eitthvað sér íslenskt," segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, sem fór í gönguferð í dag ásamt tveimur dætrum sínum sem ferðast um í hjólastólum. Á stuttum tíma rákust þær mæðgur á fjóra bíla sem voru lagðir upp á gangstétt, svo þær áttu engan annan kost en að fara út á götu til að komast leiðar sinnar. Bryndís segir að mjög algengt sé að bílstjórar leggi upp á gangstétt til að stytta sér leið. Hún segir að það hafi verið óvenjulega margir bílar sem hafi verið lagt ólöglega í dag. „Þetta er mjög víða og færist í aukana eftir því sem maður fer niður í miðbæ. Það er einnig mjög slæmt í kringum Lágmúlann, þar sem við vorum á göngu í dag. Í öll skiptin þurftum við að fara út á götu til að komast framhjá. Það er kantur niður og svo aftur kantur upp á - það er bæði stórhættulegt og erfitt að gera þetta. Við erum alltaf að lenda í þessu," segir Bryndís. Bryndís segir að dóttir hennar, Snædís, hafi í samstarfi við Blindrafélagið útbúið spjöld þar sem fólki var bent á að það hafi lagt ólöglega. „Við hittum svo borgarstjórann og honum leist rosalega vel á þetta, og lét útbúa spjöld í nafni Reykjavíkurborgar. Svo óheppilega vildi til að við vorum bara ekki með spjöldin á okkur í dag.“ Þær reyna að taka þessu með jafnaðargeði. „Einu sinni var maður alltaf brjálaður og hugsaði: Aumingja þeir að vera svona vitlausir. En núna er okkar vopn að taka myndir af þessu og sýna fólki," segir hún. „Fólk þarf að hafa í huga að þetta eru ekkert bara fatlaðir í hjólastólum, heldur einnig gamalt fólk og barnafólk með tvíburavagna, sem kemst ekki leiðar sinnar þegar fólk leggur upp á gangstétt," segir hún að lokum.Fleiri myndir má sjá á Facebook-síðu Snædísar Hjartardóttur, dóttur Bryndísar. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira
„Þetta er algjör hugsunar- og tillitsleysi í fólki. Við höfum búið erlendis og maður sér þetta ekki þar - þetta er eitthvað sér íslenskt," segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, sem fór í gönguferð í dag ásamt tveimur dætrum sínum sem ferðast um í hjólastólum. Á stuttum tíma rákust þær mæðgur á fjóra bíla sem voru lagðir upp á gangstétt, svo þær áttu engan annan kost en að fara út á götu til að komast leiðar sinnar. Bryndís segir að mjög algengt sé að bílstjórar leggi upp á gangstétt til að stytta sér leið. Hún segir að það hafi verið óvenjulega margir bílar sem hafi verið lagt ólöglega í dag. „Þetta er mjög víða og færist í aukana eftir því sem maður fer niður í miðbæ. Það er einnig mjög slæmt í kringum Lágmúlann, þar sem við vorum á göngu í dag. Í öll skiptin þurftum við að fara út á götu til að komast framhjá. Það er kantur niður og svo aftur kantur upp á - það er bæði stórhættulegt og erfitt að gera þetta. Við erum alltaf að lenda í þessu," segir Bryndís. Bryndís segir að dóttir hennar, Snædís, hafi í samstarfi við Blindrafélagið útbúið spjöld þar sem fólki var bent á að það hafi lagt ólöglega. „Við hittum svo borgarstjórann og honum leist rosalega vel á þetta, og lét útbúa spjöld í nafni Reykjavíkurborgar. Svo óheppilega vildi til að við vorum bara ekki með spjöldin á okkur í dag.“ Þær reyna að taka þessu með jafnaðargeði. „Einu sinni var maður alltaf brjálaður og hugsaði: Aumingja þeir að vera svona vitlausir. En núna er okkar vopn að taka myndir af þessu og sýna fólki," segir hún. „Fólk þarf að hafa í huga að þetta eru ekkert bara fatlaðir í hjólastólum, heldur einnig gamalt fólk og barnafólk með tvíburavagna, sem kemst ekki leiðar sinnar þegar fólk leggur upp á gangstétt," segir hún að lokum.Fleiri myndir má sjá á Facebook-síðu Snædísar Hjartardóttur, dóttur Bryndísar.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira