Innlent

Enn unnið að viðgerð á farþegaþotu Icelandair

Farþegaþota Icelandair, sem varð fyrir skemmdum á Keflavíkurflugvelli á sunnudag, er enn úr leik og er unnið að viðgerð.

Tjónið varð þegar pallur, sem brúaði bilið á milli flugvélarinnar og sendibíls með vistir fyrir farþega, losnaði í mjög snarpri vindhviðu og fauk á vélina.

Töluvert tjón hlaust af, að því er flugvirki tjáði lögreglu, en engan starfsmann sakaði. Vindhraði mældist allt að 40 metrum á sekúndu í vindhviðum þegar þetta gerðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×