Innlent

Fundu E-töflur og stera í húsleit

JHH skrifar
E-töflur.
E-töflur.
E-töflur, kannabisefni, sterar, sprautur og lyf fundust við húsleit sem lögreglan á Suðurnesjum gerði í íbúðarhúsnæði í umdæminu. Húsleitin var gerð á föstudagskvöld, að fengnum dómsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness. Efnin fundust víðs vegar í íbúðinni. Að auki fannst óopnaður 25 lítra Tuborg Grön bjórkútur. Grunur leikur á að um þýfi sé að ræða og haldlagði lögregla kútinn því ásamt efnunum. Málið er í rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×