Innlent

Tvær bílveltur vegna hálku fyrir norðan

Tveir bílar ultu með skömmu millibili út af þjóðvegum á Norðurlandi Vestra, seint í gærkvöldi, en engin í þeim meiddist alvarlega.

Annar valt í grennd við Laxá í Refasveit en hinn í grennd við Varmahlíð. Þegar kólna tók í gærkvöldi myndaðist óvænt ísing á vegum á þessu svæði og misstu báðir ökumennirnir stjórn á bílum sínum í mikilli hálku.

Fólk úr bílunum var flutt á heilsugæslustöðvar til skoðunar, en útskrifað að þeim loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×