Stefnir ríkinu vegna auðlegðarskatts Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. janúar 2013 11:34 Karlmaður hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna auðlegðarskatts sem á hann var lagður. Hann fullyrðir að innheimta skattsins sé ólögleg og krefst þess að ríkissjóður greiði sér um 1590 þúsund krónur til baka. Auðlegðarskatturinn er nú 1,5% af eignum einstaklinga umfram 75 milljónir króna en tvö prósent ef eignirnar ná yfir 150 milljónir. Þá er hann 1,5% hjá hjonum sem eiga eignir yfir 100 milljónir króna en 2% nái eignirnar yfir 200 milljónir. Það er Ásgeir Þór Árnason hæstaréttarlögmaður sem rekur málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hönd mannsins. Umbjóðandi hans byggir á því í stefnu sinni að auðlegðarskatturinn brjóti í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu. Í stefnunni segir að skatta megi leggja á borgarana til þess að standa straum af þeim kostnaði, sem leiði af opinberum rekstri. Skattálagning sú, sem þetta mál sé höfðað út af, gangi hins vegar langt út fyrir þær skorður, sem ákvæði stjórnarskrárinnar setji löggjafanum. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Garðar Valdimarsson hæstaréttarlögmaður segir auðlegðarskattinn ganga gegn stjórnarskrá, einkum ákvæðum um eignarrétt. Hann telur Hæstarétt hafa gefið leiðsögn í þessum efnum í dómsmáli árið 1958, þar sem deilt var um stóreignaskattinn svonefnda. Málið sem er rekið fyrir dómstólum var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í sumar. Síðasta fyrirtaka fór fram í gær, en aðalmeðferð er fyrirhuguð í maí. Fréttastofa hefur engar skýringar fengið á því hvers vegna málareksturinn tekur svo langan tíma. Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Karlmaður hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna auðlegðarskatts sem á hann var lagður. Hann fullyrðir að innheimta skattsins sé ólögleg og krefst þess að ríkissjóður greiði sér um 1590 þúsund krónur til baka. Auðlegðarskatturinn er nú 1,5% af eignum einstaklinga umfram 75 milljónir króna en tvö prósent ef eignirnar ná yfir 150 milljónir. Þá er hann 1,5% hjá hjonum sem eiga eignir yfir 100 milljónir króna en 2% nái eignirnar yfir 200 milljónir. Það er Ásgeir Þór Árnason hæstaréttarlögmaður sem rekur málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hönd mannsins. Umbjóðandi hans byggir á því í stefnu sinni að auðlegðarskatturinn brjóti í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu. Í stefnunni segir að skatta megi leggja á borgarana til þess að standa straum af þeim kostnaði, sem leiði af opinberum rekstri. Skattálagning sú, sem þetta mál sé höfðað út af, gangi hins vegar langt út fyrir þær skorður, sem ákvæði stjórnarskrárinnar setji löggjafanum. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Garðar Valdimarsson hæstaréttarlögmaður segir auðlegðarskattinn ganga gegn stjórnarskrá, einkum ákvæðum um eignarrétt. Hann telur Hæstarétt hafa gefið leiðsögn í þessum efnum í dómsmáli árið 1958, þar sem deilt var um stóreignaskattinn svonefnda. Málið sem er rekið fyrir dómstólum var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í sumar. Síðasta fyrirtaka fór fram í gær, en aðalmeðferð er fyrirhuguð í maí. Fréttastofa hefur engar skýringar fengið á því hvers vegna málareksturinn tekur svo langan tíma.
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira